Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. Þeir eru sakaðir um að hafa komið að misheppnuðu tilræði að Nicolas Maduro, forseta landsins, þar sem drónar hlaðnir sprengjum voru notaðir til að reyna að ráða Maduro af dögum.
Þeir heita Juan Requesens og Julio Borges. Tiltölulega nýstofnuð og umdeild þingdeild Venesúela, sem Maduro stofnaði eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á hefðbundnu þingi landsins, hefur svipt þá friðhelgi þingmanna og stendur til að lögsækja þá. Forseti þingdeildarinnar gaf í skyn í dag að fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu missa friðhelgi sína á næstunni.
Ríkisstjórnin hefur haldið því fram að stjórnarandstaðan sé að vinna með yfirvöldum Kólumbíu og Bandaríkjanna og markmið þeirra sé valdarán í Venesúela.
Stjórnarandstaðan þvertekur fyrir að hafa komið að árásinni og hefur jafnvel dregið í efa að um raunverulega árás hafi verið að ræða. Þeir segja Maduro nota árásina til að tryggja völd sín og brjóta á andstöðunni.
Íbúar Venesúela hafa á undanförnum árum þurft að eiga við gífurlega umfangsmikil efnahagsleg vandræði. Óðaverðbólga ríkir í landinu og hundruð þúsundir hafa flúði til nærliggjandi ríkja.
Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna

Tengdar fréttir

Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar
Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði.

Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro
Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela.

Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro
Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol.

Loka landamærunum við Venesúela
Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela.

Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum
Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum.