Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 23:38 Oxford gata er mjög vinsæl og þar má iðulega finna mikið fjölmenni. Vísir/Getty Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira