Leikmenn Barcelona rifu heilu torfurnar og líktu vellinum við strönd: Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 14:00 Leikmenn Barcelomna rifu hreinlega upp heilu þökurnar. Vísir/Getty Það voru mjög ósáttir leikmenn Barcelona sem gengu af velli um helgina þrátt fyrir 1-0 útisigur á Valladolid. Ástæðan er skelfilegt ástand grasvallarins en leikmenn Barcelona gátu hreinlega þakkað fyrir að meiðast ekki í þessum leik. Lionel Messi skoraði ekki í leiknum sem var kannski skiljanlegt enda ekki bara að reyna að komast í gegnum þétta varnarlínu Real Valladolid heldur framhjá ótal „þúfum“ og gildrum á lausum vellinum. Real Valladolid er nýliði í spænsku deildinni í ár. Liðið komst upp í gegnum umspil en endaði í fimmta sæti b-deildinni á síðasta tímabili.Turf's up, dudes. La Liga is investigating the "deplorable" pitch with areas that "seemed more like a beach"https://t.co/gAwX9GsmXbpic.twitter.com/WFqOyJVoJo — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018Leikvangur Real Valladolid heitir Estadio José Zorrilla og var langt frá því að vera tilbúinn að hýsa leik í spænsku deildinni. „Á sumum stöðum á vellinum var eins og þú værir á ströndinni,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.I present to uu the "Estadio Jose Zorrilla" 's pitch in a closer look !! #ForçaBarça#ValladolidBarçapic.twitter.com/8SfY9G85Zh — Bahaeddine (@FibonaStein) August 25, 2018„Það er ótrúlegt að enginn frá La Liga hafi fundist ástæða til að skoða grasið fyrir leikinn. Það er ekki hægt að spila á þessu,“ sagði Busquets. „Þetta var aumkunarvert. Ég vona að þeir sem ráða komi sínu á hreint og lagi þetta því þetta er sorglegt,“ sagði Gerard Pique. La Liga hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir staðfesta að rannsókn sé farin í gang af hverju völlurinn hafi ekki verið boðlegur. Nú hefur komið í ljós að vallarstarfsmenn á Estadio José Zorrilla endurlögðu grasið á þriðjudaginn var eða innan við viku fyrir leikinn. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að völlurinn hafi verið laus í sér. The state of the pitch here at the Estadio Jose Zorrilla is something else.... Follow #ValladolidBarça live https://t.co/lWYmULwrZLpic.twitter.com/yp7grORsgk — Standard Sport (@standardsport) August 25, 2018Knattspyrnustjórinn Sergio Gonzalez sagði að félagið hafi gert allt í sínu valdi til að gera völlinn klárann í tíma. „Við vorum síðasta félagið til að tryggja okkur sæti í deildinni og við vorum í vandræðum með að gera völlinn klárann fyrir fyrsta heimaleik,“ viðurkenndi Sergio Gonzalez.Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skrautlegar myndir af grasinu á Estadio José Zorrilla.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Spænski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Það voru mjög ósáttir leikmenn Barcelona sem gengu af velli um helgina þrátt fyrir 1-0 útisigur á Valladolid. Ástæðan er skelfilegt ástand grasvallarins en leikmenn Barcelona gátu hreinlega þakkað fyrir að meiðast ekki í þessum leik. Lionel Messi skoraði ekki í leiknum sem var kannski skiljanlegt enda ekki bara að reyna að komast í gegnum þétta varnarlínu Real Valladolid heldur framhjá ótal „þúfum“ og gildrum á lausum vellinum. Real Valladolid er nýliði í spænsku deildinni í ár. Liðið komst upp í gegnum umspil en endaði í fimmta sæti b-deildinni á síðasta tímabili.Turf's up, dudes. La Liga is investigating the "deplorable" pitch with areas that "seemed more like a beach"https://t.co/gAwX9GsmXbpic.twitter.com/WFqOyJVoJo — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018Leikvangur Real Valladolid heitir Estadio José Zorrilla og var langt frá því að vera tilbúinn að hýsa leik í spænsku deildinni. „Á sumum stöðum á vellinum var eins og þú værir á ströndinni,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.I present to uu the "Estadio Jose Zorrilla" 's pitch in a closer look !! #ForçaBarça#ValladolidBarçapic.twitter.com/8SfY9G85Zh — Bahaeddine (@FibonaStein) August 25, 2018„Það er ótrúlegt að enginn frá La Liga hafi fundist ástæða til að skoða grasið fyrir leikinn. Það er ekki hægt að spila á þessu,“ sagði Busquets. „Þetta var aumkunarvert. Ég vona að þeir sem ráða komi sínu á hreint og lagi þetta því þetta er sorglegt,“ sagði Gerard Pique. La Liga hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir staðfesta að rannsókn sé farin í gang af hverju völlurinn hafi ekki verið boðlegur. Nú hefur komið í ljós að vallarstarfsmenn á Estadio José Zorrilla endurlögðu grasið á þriðjudaginn var eða innan við viku fyrir leikinn. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að völlurinn hafi verið laus í sér. The state of the pitch here at the Estadio Jose Zorrilla is something else.... Follow #ValladolidBarça live https://t.co/lWYmULwrZLpic.twitter.com/yp7grORsgk — Standard Sport (@standardsport) August 25, 2018Knattspyrnustjórinn Sergio Gonzalez sagði að félagið hafi gert allt í sínu valdi til að gera völlinn klárann í tíma. „Við vorum síðasta félagið til að tryggja okkur sæti í deildinni og við vorum í vandræðum með að gera völlinn klárann fyrir fyrsta heimaleik,“ viðurkenndi Sergio Gonzalez.Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skrautlegar myndir af grasinu á Estadio José Zorrilla.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Spænski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira