Margir mánuðir síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboðin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 10:11 Skúli Mogensen forstjóri WOW air með flugvél félagsins í baksýn. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Wow-air segir að langt sé síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboð á flugferðum flugfélagsins. Þannig sé ekki um að ræða viðbrögð við fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. „Við erum reglulega með tilboð, þetta er hausttilboð sem við höfum eiginlega alltaf verið með. Svona tilboð eru mjög algeng hjá erlendum flugfélögum,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow-air í samtali við Vísi. Aðspurð segir Svanhvít því ekki um að ræða einhvers konar skyndiviðbrögð vegna fjárhagsstöðu Wow-air. „Þetta er söluaðgerð sem var staðfest fyrir mörgum mánuðum síðan.“Sjá einnig: Skúli stendur keikur Þá bendir Svanhvít á að tilboðið gildi ekki aðeins á Íslandi heldur sé það í boði á flestöllum erlendum mörkuðum Wow-air, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Aðspurð segir hún að viðskiptavinir flugfélagsins hafi tekið afar vel í tilboðin. „Salan gengur náttúrulega bara frábærlega þar sem mjög margir fjölmiðlar hafa fjallað um tilboðin.“ Í lok síðasta mánaðar var réttur farþega tekinn ítarlega fyrir í kvöldfréttum Stöðvar 2, komi til þess að flugferðirnar verði ekki farnar. Þar kom fram að réttur korthafa varðandi endurgreiðslu sé mjög sterkur þegar um óafhenta vöru eða þjónustu er að ræða, líkt og þegar flug fellur niður. Var umfjöllunin sérstaklega sett í samhengi við greiðslustöðvun flugfélaga og fjárhagsvanda Wow-air.Wow-air tapaði 4,8 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu júlí 2017 til júlí 2018 og hyggur félagið á milljarða skuldabréfaútboð á næstu vikum. Afsláttur á flugferðum félagsins gildir bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og geta viðskiptavinir nýtt sér hann dagana 23.-27. ágúst. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Wow-air segir að langt sé síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboð á flugferðum flugfélagsins. Þannig sé ekki um að ræða viðbrögð við fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. „Við erum reglulega með tilboð, þetta er hausttilboð sem við höfum eiginlega alltaf verið með. Svona tilboð eru mjög algeng hjá erlendum flugfélögum,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow-air í samtali við Vísi. Aðspurð segir Svanhvít því ekki um að ræða einhvers konar skyndiviðbrögð vegna fjárhagsstöðu Wow-air. „Þetta er söluaðgerð sem var staðfest fyrir mörgum mánuðum síðan.“Sjá einnig: Skúli stendur keikur Þá bendir Svanhvít á að tilboðið gildi ekki aðeins á Íslandi heldur sé það í boði á flestöllum erlendum mörkuðum Wow-air, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Aðspurð segir hún að viðskiptavinir flugfélagsins hafi tekið afar vel í tilboðin. „Salan gengur náttúrulega bara frábærlega þar sem mjög margir fjölmiðlar hafa fjallað um tilboðin.“ Í lok síðasta mánaðar var réttur farþega tekinn ítarlega fyrir í kvöldfréttum Stöðvar 2, komi til þess að flugferðirnar verði ekki farnar. Þar kom fram að réttur korthafa varðandi endurgreiðslu sé mjög sterkur þegar um óafhenta vöru eða þjónustu er að ræða, líkt og þegar flug fellur niður. Var umfjöllunin sérstaklega sett í samhengi við greiðslustöðvun flugfélaga og fjárhagsvanda Wow-air.Wow-air tapaði 4,8 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu júlí 2017 til júlí 2018 og hyggur félagið á milljarða skuldabréfaútboð á næstu vikum. Afsláttur á flugferðum félagsins gildir bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og geta viðskiptavinir nýtt sér hann dagana 23.-27. ágúst.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00