Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 10:17 Staða Turnbull forsætisráðherra er talin hafa veikst eftir að hann lúffaði fyrir andófsmönnum í eigin flokki í orkumálum. Vísir/EPA Orkufrumvarp Malcolms Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sem hefði meðal annars falið í sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, verður ekki lagt fyrir ástralska þingið. Ástæðan er andstaða í Íhaldsflokki Turnbull sem hefur nauman meirihluta á þingi. Áætlun Turnbull í orkumálum hefði falið í sér að losun Ástrala yrði 26% minni árið 2030 en hún var árið 2005. New York Times segir að þau markmið hafi ekki verið sérlega metnaðarfull. Til samanburðar hefur Evrópusambandið einsett sér að draga úr losun um 40% frá því sem hún var árið 1990. Ekki reyndist hins vegar einhugur innan flokks Turnbull um loftslagsmarkmiðin. Sumir þingmenn eru taldir hafa verið tilbúnir til þess að sprengja stjórnina vegna þeirra. Turnbull ákvað því að falla frá þeim. „Í stjórnmálum verður maður að einbeita sér að því sem maður getur náð fram,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir forsætisráðherranum. Þrátt fyrir það segir BBC að Ástralía muni ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem landið skuldbatt sig til með Parísarsamkomulaginu.Sökuð um að vera sama um loftslagsaðgerðir Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar eru hins vegar ekki ánægðir og telja að áströlsk stjórnvöld geri ekki nóg til að berjast gegn loftslagsbreytingum sem hafa meðal annars valdið þurrkum og fölnun Kóralrifsins mikla. „Það eina sem þetta gerir er að staðfesta aftur að þau hafa engan áhuga á að gera neitt í loftslagsbreytingum eða Kóralrifinu mikla í rauninni,“ segir Jon Brodie, sérfræðingur í kóralrifjum hjá James Cook-háskóla. BBC segir að pólitísk framtíð Turnbull gæti verið í hættu. Skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn hans félli í kosningum og rætt er um uppreisn gegn honum í Íhaldsflokknum. Uppgjöf hans í orkumálum er talin hafa veikt stöðu hans. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Orkufrumvarp Malcolms Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sem hefði meðal annars falið í sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, verður ekki lagt fyrir ástralska þingið. Ástæðan er andstaða í Íhaldsflokki Turnbull sem hefur nauman meirihluta á þingi. Áætlun Turnbull í orkumálum hefði falið í sér að losun Ástrala yrði 26% minni árið 2030 en hún var árið 2005. New York Times segir að þau markmið hafi ekki verið sérlega metnaðarfull. Til samanburðar hefur Evrópusambandið einsett sér að draga úr losun um 40% frá því sem hún var árið 1990. Ekki reyndist hins vegar einhugur innan flokks Turnbull um loftslagsmarkmiðin. Sumir þingmenn eru taldir hafa verið tilbúnir til þess að sprengja stjórnina vegna þeirra. Turnbull ákvað því að falla frá þeim. „Í stjórnmálum verður maður að einbeita sér að því sem maður getur náð fram,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir forsætisráðherranum. Þrátt fyrir það segir BBC að Ástralía muni ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem landið skuldbatt sig til með Parísarsamkomulaginu.Sökuð um að vera sama um loftslagsaðgerðir Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar eru hins vegar ekki ánægðir og telja að áströlsk stjórnvöld geri ekki nóg til að berjast gegn loftslagsbreytingum sem hafa meðal annars valdið þurrkum og fölnun Kóralrifsins mikla. „Það eina sem þetta gerir er að staðfesta aftur að þau hafa engan áhuga á að gera neitt í loftslagsbreytingum eða Kóralrifinu mikla í rauninni,“ segir Jon Brodie, sérfræðingur í kóralrifjum hjá James Cook-háskóla. BBC segir að pólitísk framtíð Turnbull gæti verið í hættu. Skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn hans félli í kosningum og rætt er um uppreisn gegn honum í Íhaldsflokknum. Uppgjöf hans í orkumálum er talin hafa veikt stöðu hans.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00