Björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna erlends ferðamanns sem slasaðist í Þríhnúkagíg á þriðja tímanum í dag. Konan slasaðist í gígnum sjálfum en búið er að koma henni upp og þarf að ganga með hana í um þrjá kílómetra til að koma henni í sjúkrabíl. Er konan ekki talin lífshættulega slösuð.
Uppfært klukkan 15:35:
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna þessa slyss.
Sækja slasaða konu að Þríhnúkagíg

Tengdar fréttir

Tóku Heyr himna smið óaðfinnanlega inni í Þríhnúkagíg
Heyr himna smiður er sálmur eftir Kolbein Tumason og lagið sjálft eftir Þorkel Sigurbjörnsson og þekkja eflaust flestir Íslendingar lagið.

Í lífshættu eftir fall niður í sex metra sprungu
Leiðsögumaðurinn Bryndís Kristjánsdóttir var á leið með hóp ferðamanna upp að Þríhnúkagíg þegar hún féll skyndilega ofan í sprungu.

Ferðamönnunum brugðið og fengu áfallahjálp
Lögreglan rannsakar tildrög slyss við Þríhnúkagíg. Leiðsögukonu sem slasaðist er haldið sofandi á spítala.