Landsmenn eiga ríkissjóð, ekki ráðamenn og ráðherrar Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. september 2018 07:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið nýlega, þar sem hún reynir að sannfæra menn um gott og uppbyggilegt starf ríkisstjórnar sinnar, og er fyrirsögnin „Uppbygging fyrir almenning“. Ekki þótti undirrituðum - sem þó batt miklar vonir við þátttöku VG í ríkisstjórn undir forystu Katrínar – mikið til um þessa litlausu upptalningu. Þegar borin eru saman stefnumál og fyrirheit VG og þessi úttekt Katrínar sjálfrar á starfi og árangri ríkisstjórnarinnar, þá virðist mikil gjá á milli. Allir, sem til þekkja, vita, að Katrín er væn kona, góðum kostum búin og velviljuð, og því sorglegt að sjá, hvernig baráttumál hennar og VG hafa leyst upp í tómt loft það tæpa ár, sem ríkisstjórn Katrínar hefur setið. Hvernig mátti það líka vera, að það umhverfis-, umbóta- og jafnaðarafl, sem VG á að vera, geti náð nokkru fram í samstarfi við fulltrúa helztu sérhagsmuna- og íhaldsafla landsins, sem einskis svífast í valdabrölti og klíkuskap. Annar þeirra lét sig hafa það, að láta skipa dýralækni í embætti Vegamálastjóra. Skyldu vegaverkfræðingar líka vera góðir dýralæknar!? Auðvitað er þetta stjórnunarstarf, en gott er, ef stjórnendur hafa fagþekkingu líka, og virðist þessi starfsskipun langsótt. Hinn styður hvalveiðar með ráðum og dáð, þó þær brjóti klárlega í bága við nútímaleg umhverfissjónarmið og hagsmuni og velferð landsmanna, svo að ekki sé talað um dýravelferð, enda föðurbróðir hans stjórnarformaður hvalveiðimanna. Gott ákvæði um dýra-, umhverfis- og náttúruvernd var sett í stjórnarsáttmálann, og VG samþykkti 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða. Allt virðist þetta nú gleymt og grafið. Villimannlegar hvalveiðar eru á fullu, vegna þess, segir Katrín, að vinur dýralæknanna, þá sjávarútvegsráðherra, gaf út reglugerð um langreyðaveiðar 2013 allt fram til 2018, sem nauðsynlegt væri að fylgja, „til að rugla ekki stjórnsýsluna“. Hér skiptir það þá engu, að aðstæður í þjóðfélaginu voru allt aðrar 2013, en nú er, og þar með forsendur fyrir veiðunum. Langreyðaveiðar hafa legið niðri í nær 3 ár, þar sem illmögulegt hefur verið að selja afurðirnar, og vægi ferðaþjónustu hefur margfaldast á sama tíma – en hvalveiðar eru eitur í beinum margra ferðamanna, eins og kunnugt er. Með þessu var því feyki miklu fórnað – ekki sízt ímynd og orðspori landsmanna - fyrir lítið eða ekkert, svo að ekki sé nú talað um svik við samþykktir VG. Þrátt fyrir, að Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Austurlands, Hreindýraráð og Matvælastofnun hafi mælt með lengingu griðatíma hreindýrakálfa, er nú verið að drepa mæður þeirra, hreindýrakýrnar, upphaflega frá 8 vikna gömlum bjargarlitlum kálfum þeirra, í meiri mæli en nokkru sinni fyrr, eða 1.061 kú. Katrín, þetta var ekki og er ekki gott. Auðvitað ber Katrín ekki ein ábyrgð á þessu, aðal ábyrgðin liggur hjá Guðmundi Inga, umhverfisráðherra, en hann á að vera grænn, eins og Katrín, og hennar maður. Litbrigði á þessu eru þó fremur blóðrauð en græn. Lítum nú á „uppbyggingarmál“ Katrínar: Sumir ráðherrar og ráðamenn láta eins og ríkissjóður sé sjóður þeirra sjálfra, og, að þeir séu af höfðingslund og gjafmildi að úthuta landsmönnum úr sjóði sjálfra sín. Sumir þeirra telja einnig, að í þessu felist mikil velvild gagnvart landsmönnum, sem beri að þakka. Auðvitað stenzt þetta ekki alveg, því landsmenn sjálfir byggja upp ríkissjóð með greiðslum sínum á sköttum og skyldum, og það eru því þeir, sem eiga ríkissjóð, ekki ráðherrar. Hlutverk ráðherranna er það eitt, að miðla fjármunum landsmanna til málefna og verkefna í samræmi við loforð og vilja fólksins í landinu. Getur slíkt vart talizt til þakkarverðra verka eða afreka, enda allvel borgað fyrir þá þjónustu skv. síðasta úrskurði Kjararáðs. Í þeirri upplistun, sem Katrín leggur fram í nefndri blaðagrein, er skv. skilgreiningu undirritaðs engin uppbygging. Í skásta falli er verið að halda málaflokkum og þjónustu við; halda í horfinu. „Uppbygging“ hefur allt aðra merkingu. Hún þýðir, að verið sé að byggja eitthvað nýtt, skapa nýja og aukna möguleika í þágu landsmanna, bæta hag og afkomumöguleika umfram það, sem var fyrir. Sem dæmi um raunverulega uppbyggingu má nefna útfærslu landhelginnar, fyrst í 4 mílur og loks í 200 mílur. Þarna var endurtekið verið að tryggja landsmönnum aukna möguleika til sóknar og bættra lífskjara. Það sama má segja um gerð EES-samningsins, þar sem okkur var tryggður frjáls og nær tollalaus aðgangur að stærsta markaði heims, með varning okkar og þjónustu, líka tollfrjáls innflutningur frá sömu ríkjum, auk starfs-, athafna- og ferðafrelsis landsmanna innan 31 lands, öllum til góðs. Fríverzlunarsamningur við Kína er líka uppbyggingarskref, en hann tryggir gagnkvæm frjáls og tollalaus viðskipti við það mikla land. Stundum gerist það í höfnum, að litlir bátar og léttir laskast í öldugangi og sjó milli stærri og þyngri skipa. Á stundum sökkva þeir einnig. Ef svo fer fyrir kútternum VG, verður lítill harmur að því kveðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið nýlega, þar sem hún reynir að sannfæra menn um gott og uppbyggilegt starf ríkisstjórnar sinnar, og er fyrirsögnin „Uppbygging fyrir almenning“. Ekki þótti undirrituðum - sem þó batt miklar vonir við þátttöku VG í ríkisstjórn undir forystu Katrínar – mikið til um þessa litlausu upptalningu. Þegar borin eru saman stefnumál og fyrirheit VG og þessi úttekt Katrínar sjálfrar á starfi og árangri ríkisstjórnarinnar, þá virðist mikil gjá á milli. Allir, sem til þekkja, vita, að Katrín er væn kona, góðum kostum búin og velviljuð, og því sorglegt að sjá, hvernig baráttumál hennar og VG hafa leyst upp í tómt loft það tæpa ár, sem ríkisstjórn Katrínar hefur setið. Hvernig mátti það líka vera, að það umhverfis-, umbóta- og jafnaðarafl, sem VG á að vera, geti náð nokkru fram í samstarfi við fulltrúa helztu sérhagsmuna- og íhaldsafla landsins, sem einskis svífast í valdabrölti og klíkuskap. Annar þeirra lét sig hafa það, að láta skipa dýralækni í embætti Vegamálastjóra. Skyldu vegaverkfræðingar líka vera góðir dýralæknar!? Auðvitað er þetta stjórnunarstarf, en gott er, ef stjórnendur hafa fagþekkingu líka, og virðist þessi starfsskipun langsótt. Hinn styður hvalveiðar með ráðum og dáð, þó þær brjóti klárlega í bága við nútímaleg umhverfissjónarmið og hagsmuni og velferð landsmanna, svo að ekki sé talað um dýravelferð, enda föðurbróðir hans stjórnarformaður hvalveiðimanna. Gott ákvæði um dýra-, umhverfis- og náttúruvernd var sett í stjórnarsáttmálann, og VG samþykkti 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða. Allt virðist þetta nú gleymt og grafið. Villimannlegar hvalveiðar eru á fullu, vegna þess, segir Katrín, að vinur dýralæknanna, þá sjávarútvegsráðherra, gaf út reglugerð um langreyðaveiðar 2013 allt fram til 2018, sem nauðsynlegt væri að fylgja, „til að rugla ekki stjórnsýsluna“. Hér skiptir það þá engu, að aðstæður í þjóðfélaginu voru allt aðrar 2013, en nú er, og þar með forsendur fyrir veiðunum. Langreyðaveiðar hafa legið niðri í nær 3 ár, þar sem illmögulegt hefur verið að selja afurðirnar, og vægi ferðaþjónustu hefur margfaldast á sama tíma – en hvalveiðar eru eitur í beinum margra ferðamanna, eins og kunnugt er. Með þessu var því feyki miklu fórnað – ekki sízt ímynd og orðspori landsmanna - fyrir lítið eða ekkert, svo að ekki sé nú talað um svik við samþykktir VG. Þrátt fyrir, að Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Austurlands, Hreindýraráð og Matvælastofnun hafi mælt með lengingu griðatíma hreindýrakálfa, er nú verið að drepa mæður þeirra, hreindýrakýrnar, upphaflega frá 8 vikna gömlum bjargarlitlum kálfum þeirra, í meiri mæli en nokkru sinni fyrr, eða 1.061 kú. Katrín, þetta var ekki og er ekki gott. Auðvitað ber Katrín ekki ein ábyrgð á þessu, aðal ábyrgðin liggur hjá Guðmundi Inga, umhverfisráðherra, en hann á að vera grænn, eins og Katrín, og hennar maður. Litbrigði á þessu eru þó fremur blóðrauð en græn. Lítum nú á „uppbyggingarmál“ Katrínar: Sumir ráðherrar og ráðamenn láta eins og ríkissjóður sé sjóður þeirra sjálfra, og, að þeir séu af höfðingslund og gjafmildi að úthuta landsmönnum úr sjóði sjálfra sín. Sumir þeirra telja einnig, að í þessu felist mikil velvild gagnvart landsmönnum, sem beri að þakka. Auðvitað stenzt þetta ekki alveg, því landsmenn sjálfir byggja upp ríkissjóð með greiðslum sínum á sköttum og skyldum, og það eru því þeir, sem eiga ríkissjóð, ekki ráðherrar. Hlutverk ráðherranna er það eitt, að miðla fjármunum landsmanna til málefna og verkefna í samræmi við loforð og vilja fólksins í landinu. Getur slíkt vart talizt til þakkarverðra verka eða afreka, enda allvel borgað fyrir þá þjónustu skv. síðasta úrskurði Kjararáðs. Í þeirri upplistun, sem Katrín leggur fram í nefndri blaðagrein, er skv. skilgreiningu undirritaðs engin uppbygging. Í skásta falli er verið að halda málaflokkum og þjónustu við; halda í horfinu. „Uppbygging“ hefur allt aðra merkingu. Hún þýðir, að verið sé að byggja eitthvað nýtt, skapa nýja og aukna möguleika í þágu landsmanna, bæta hag og afkomumöguleika umfram það, sem var fyrir. Sem dæmi um raunverulega uppbyggingu má nefna útfærslu landhelginnar, fyrst í 4 mílur og loks í 200 mílur. Þarna var endurtekið verið að tryggja landsmönnum aukna möguleika til sóknar og bættra lífskjara. Það sama má segja um gerð EES-samningsins, þar sem okkur var tryggður frjáls og nær tollalaus aðgangur að stærsta markaði heims, með varning okkar og þjónustu, líka tollfrjáls innflutningur frá sömu ríkjum, auk starfs-, athafna- og ferðafrelsis landsmanna innan 31 lands, öllum til góðs. Fríverzlunarsamningur við Kína er líka uppbyggingarskref, en hann tryggir gagnkvæm frjáls og tollalaus viðskipti við það mikla land. Stundum gerist það í höfnum, að litlir bátar og léttir laskast í öldugangi og sjó milli stærri og þyngri skipa. Á stundum sökkva þeir einnig. Ef svo fer fyrir kútternum VG, verður lítill harmur að því kveðinn.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun