Tvíburasystir Noru Mörk sagði henni frá myndunum: Ég skammaðist mín svo mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 12:30 Nora Mörk. Vísir/Getty Þetta var mjög erfitt ár fyrir norsku handboltakonuna Noru Mörk en nú er ár síðan að hún áttaði sig á því að einhver hafði brotist inn í símann hennar. Sá hinn sami komst yfir mjög persónulegar og viðkvæmar myndir sem fóru í framhaldinu á flug út um allt internetið. Nora Mörk mætti til sjónvarpskonunnar Anne Lindmo á NRK og ræddi þetta skelfilega ár sitt. Það var ekki nóg með að hún þurfti að glíma við þessa myndamartröð þá sleit hún einnig krossband í febrúar. „Ég skammaðist mín svo mikið. Að þurfa að fara með símann til pabba og segja hvað hafði gerst. Það tók mig nokkrar vikur að þora því. Þá höfðu foreldrarnir örugglega áttað sig á því að eitthvað var að því mér leið svo illa. Þau vissu orðið að eitthvað var að en gátu þó aldrei giskað að það væri svona stórt,“ sagði Nora Mörk í sjónvarpsviðtalinu. Nora Mörk.Vísir/GettyNora Mörk á tvíburasystur sem heitir Thea og er líka í handbolta. Thea er þó ekki eins öflugur leikmaður og systir síns. Það var hins vegar Thea sem sagði systur sinni fyrst frá myndunum. „Landsliðið var komið saman í Þrándheimi og hún hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ein. Síðan bað hún mig um að setjast niður,“ lýsir Nora og heldur svo áfram. „Hún sagði mér síðan frá þessu. Ég man eftir því að ég sat á rúminu og púlsinn fór frá núll upp í tvö hundrað. Ég byrjaði að skjálfa. Hjartað mitt datt í gólfið. Ég hugsaði: Er þetta ég? Hvernig getur þetta verið satt?,“ sagði Nora. Nora Mörk ákvað síðan að koma úr felum og tala um þetta opinberlega og úr varð mikið fjölmiðlamál. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir að búa með því til mjög sterka fyrirmynd fyrir stelpur sem hafa lent í sömu stöðu og hún. „Ég hef líklega breyst svolítið á þessu eina ári og er orðin lokaðari og óöruggari. Ég hef átt í vandræðum með að sætta mig við þetta og verða ég sjálf aftur. Ég er ekki neikvæð en svo verður líf svona neikvætt,“ sagði Nora. Nora Mörk er að koma til baka inn á handboltavöllinn og er staðráðin að vinna sér sæti í EM-hópi Þóris Hergeirssonar. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. Handbolti MeToo Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Þetta var mjög erfitt ár fyrir norsku handboltakonuna Noru Mörk en nú er ár síðan að hún áttaði sig á því að einhver hafði brotist inn í símann hennar. Sá hinn sami komst yfir mjög persónulegar og viðkvæmar myndir sem fóru í framhaldinu á flug út um allt internetið. Nora Mörk mætti til sjónvarpskonunnar Anne Lindmo á NRK og ræddi þetta skelfilega ár sitt. Það var ekki nóg með að hún þurfti að glíma við þessa myndamartröð þá sleit hún einnig krossband í febrúar. „Ég skammaðist mín svo mikið. Að þurfa að fara með símann til pabba og segja hvað hafði gerst. Það tók mig nokkrar vikur að þora því. Þá höfðu foreldrarnir örugglega áttað sig á því að eitthvað var að því mér leið svo illa. Þau vissu orðið að eitthvað var að en gátu þó aldrei giskað að það væri svona stórt,“ sagði Nora Mörk í sjónvarpsviðtalinu. Nora Mörk.Vísir/GettyNora Mörk á tvíburasystur sem heitir Thea og er líka í handbolta. Thea er þó ekki eins öflugur leikmaður og systir síns. Það var hins vegar Thea sem sagði systur sinni fyrst frá myndunum. „Landsliðið var komið saman í Þrándheimi og hún hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ein. Síðan bað hún mig um að setjast niður,“ lýsir Nora og heldur svo áfram. „Hún sagði mér síðan frá þessu. Ég man eftir því að ég sat á rúminu og púlsinn fór frá núll upp í tvö hundrað. Ég byrjaði að skjálfa. Hjartað mitt datt í gólfið. Ég hugsaði: Er þetta ég? Hvernig getur þetta verið satt?,“ sagði Nora. Nora Mörk ákvað síðan að koma úr felum og tala um þetta opinberlega og úr varð mikið fjölmiðlamál. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir að búa með því til mjög sterka fyrirmynd fyrir stelpur sem hafa lent í sömu stöðu og hún. „Ég hef líklega breyst svolítið á þessu eina ári og er orðin lokaðari og óöruggari. Ég hef átt í vandræðum með að sætta mig við þetta og verða ég sjálf aftur. Ég er ekki neikvæð en svo verður líf svona neikvætt,“ sagði Nora. Nora Mörk er að koma til baka inn á handboltavöllinn og er staðráðin að vinna sér sæti í EM-hópi Þóris Hergeirssonar. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Handbolti MeToo Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira