Fyrra markið kom undir lok fyrri hálfleiks eftir að íslenska liðið hafði byrjað leikinn af krafti. Markið hafði legið í loftinu í nokkurn tíma en kom á slæmum tímapunkti fyrir Ísland, rétt áður en flautað var til leikhlés.
Í seinna markinu náðu þýsku stelpurnar að spila sig laglega í gegnum vörn Íslands og Svenja Huth kláraði vel í netið.
Sigur Þjóðverja var nokkuð verðskuldaður og nú þarf Ísland að vinna Tékkland á þriðjudag til þess að fara í umspil. Eini séns Íslands á að taka efsta sætið af þeim þýsku er ef Færeyjar vinna Þýskaland í lokaumferðinni.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.
Svenja Huth, 42'