Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 21:55 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fráfarandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Vísir Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24