Hin 18 ára gamla Alexandra Jóhannsdóttir varð í gær Íslandsmeistari með Breiðabliki.
Hún segist hafa þurft að fórna miklu fyrir fótboltann en sér alls ekki eftir þeim tíma. Hún á þann draum að fylgja í fótspor fyrirmyndar sinnar, Söru Bjarkar Gunnarsdóttur fyrirliða landsliðsins.
„Bara geggjaðir. Ég fór liggur við með medalíuna í skólann í morgun. Það voru margir kennarar sem voru að fylgjast með og óskuðum mér til hamingju eins og krakkarnir í skólanum,” sagði Alexandra sem var nýkomin úr skólanum.
„Það var svaka stökk. Það var allt annað tempó á æfingum og allt aðrir leikmenn sem maður er með. Nýr þjálfari. Það var rosalegt stökk en ég var fljót að venjast og komast inn í liðið.”
„Stelpurnar tóku mér mjög vel og það hjálpaði líka,” en Alexandra var í landsliðshóp Íslands á dögunum og hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum.
„Ég hafði ekki skorað mikið áður en ég var valinn í landsliðið. Það er fínt að geta sýnt sig aðeins og sagt að maður eigi heima þarna,” en Alexandra lítur mikið upp til Söru Bjarkar, landsliðsfyrirliða:
„Hún hefur alltaf verið fyrirmyndin mín og er það enn þá. Að feta í fótspor hennar hefur alltaf verið draumurinn,” en hvað eru næstu skref á ferli Alexöndru?
„Ég ætla mér í atvinnumennsku. Ég ætla ekkert endilega að fara sem fyrst út en það kemur að því. Ég legg hart að mér og fórna ótrúlega miklu sem er að skila sér.”
Alexandra: Hefur alltaf verið fyrirmyndin mín og er það enn
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið





Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Íslenski boltinn


„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti
