22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2018 14:29 Frá hátíðarfundinum þann 18. júlí síðastliðinn. Töluvert færri mættu á fundinn en búist var við. Vísir/Einar Árna Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Kostnaðurinn var birtur sundurliðaður á vef Alþingis í dag. Samkvæmt sundurliðuninni var mestu varið í efni og vinnu vegna palla og gangvega, eða um 39,1 milljónir króna. Þá var rétt rúmum 22 milljónum eytt í lýsingu á viðburðinum, tæpum 9,2 milljónum í hönnun og ráðgjöf og 4,6 milljónum í raflögn. Þá nam ferðakostnaður vegna viðburðarins 1,4 milljón króna og 2,2 milljónum var varið í veitingar. Alla kostnaðarliði má sjá á mynd hér fyrir neðan.Skjáskot/AlþingiÁ vef Alþingis segir jafnframt að kostnaður hafi verið „nokkuð umfram áætlun“. Það sé einkum vegna þess að tekin var ákvörðun um að hafa lýsingu og hljóð af bestu gæðum þar sem atburðurinn var sýndur í beinni útsendingu. Þá muni vinna við að bæta og laga göngustíga á Þingvöllum fyrir viðburðinn áfram nýtast gestum þjóðgarðsins. Greint var frá því í júnílok að kostnaður vegna fundarins í rekstraráætlun hafi verið um 45 milljónir króna. Fljótlega varð svo ljóst að kostnaðurinn myndi fara nokkuð fram úr áætlun. Þann 17. júlí síðastliðinn, degi fyrir hátíðarfundinn, sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að kostnaður við hátíðahöldin væri áætlaður 70-80 milljónir króna.Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpar hátíðarfund á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn. Boð hennar á fundinn reyndist umdeilt.Vísir/AntonÞá var búist við því að nokkur þúsund gesta myndu láta sjá sig á hátíðahöldunum en aðeins um 300 manns mættu á Þingvelli umræddan dag, þar af nokkur fjöldi erlendra ferðamanna. Hátíðarfundurinn varð umdeildur, bæði vegna umframkostnaðar og þeirrar ákvörðunar að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, að flytja ávarp á fundinum. Fulltrúar Pírata sniðgengu til að mynda fundinn vegna komu Kjærsgaard og þá vék þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, af honum þegar Kjærsgaard flutti ræðu sína.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var birt upphafleg sundurliðun kostnaðar vegna fundarins frá Alþingi. Hún var síðar endurbirt þar sem átta milljónir króna vantaði í kostnaðarliðinn Pallar og gangvegir (efni og vinna). Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við þessar upplýsingar. Alþingi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Kostnaðurinn var birtur sundurliðaður á vef Alþingis í dag. Samkvæmt sundurliðuninni var mestu varið í efni og vinnu vegna palla og gangvega, eða um 39,1 milljónir króna. Þá var rétt rúmum 22 milljónum eytt í lýsingu á viðburðinum, tæpum 9,2 milljónum í hönnun og ráðgjöf og 4,6 milljónum í raflögn. Þá nam ferðakostnaður vegna viðburðarins 1,4 milljón króna og 2,2 milljónum var varið í veitingar. Alla kostnaðarliði má sjá á mynd hér fyrir neðan.Skjáskot/AlþingiÁ vef Alþingis segir jafnframt að kostnaður hafi verið „nokkuð umfram áætlun“. Það sé einkum vegna þess að tekin var ákvörðun um að hafa lýsingu og hljóð af bestu gæðum þar sem atburðurinn var sýndur í beinni útsendingu. Þá muni vinna við að bæta og laga göngustíga á Þingvöllum fyrir viðburðinn áfram nýtast gestum þjóðgarðsins. Greint var frá því í júnílok að kostnaður vegna fundarins í rekstraráætlun hafi verið um 45 milljónir króna. Fljótlega varð svo ljóst að kostnaðurinn myndi fara nokkuð fram úr áætlun. Þann 17. júlí síðastliðinn, degi fyrir hátíðarfundinn, sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að kostnaður við hátíðahöldin væri áætlaður 70-80 milljónir króna.Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpar hátíðarfund á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn. Boð hennar á fundinn reyndist umdeilt.Vísir/AntonÞá var búist við því að nokkur þúsund gesta myndu láta sjá sig á hátíðahöldunum en aðeins um 300 manns mættu á Þingvelli umræddan dag, þar af nokkur fjöldi erlendra ferðamanna. Hátíðarfundurinn varð umdeildur, bæði vegna umframkostnaðar og þeirrar ákvörðunar að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, að flytja ávarp á fundinum. Fulltrúar Pírata sniðgengu til að mynda fundinn vegna komu Kjærsgaard og þá vék þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, af honum þegar Kjærsgaard flutti ræðu sína.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var birt upphafleg sundurliðun kostnaðar vegna fundarins frá Alþingi. Hún var síðar endurbirt þar sem átta milljónir króna vantaði í kostnaðarliðinn Pallar og gangvegir (efni og vinna). Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við þessar upplýsingar.
Alþingi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53
Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44
Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34