Mistök kostuðu okkur leikinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 08:00 Martin Hermannsson fór fyrir liði Íslands í stigaskorun líkt og oft áður en hann var gríðarlega óheppinn að sniðskot hans fór ekki niður sem hefði líklegast dugað Íslandi til sigurs á lokasekúndum leiksins. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf undankeppni EuroBasket 2021 á svekkjandi þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portúgal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en ásamt Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli. Fer eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar og er Portúgal efst og eina liðið sem hefur leikið tvo leiki. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í nóvember á heimavelli þar sem Ísland þarf á sigri að halda. Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á forskotinu og náði Ísland mest fimm stiga forskoti þó að Portúgal væri aldrei langt undan. Náði Portúgal forskotinu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta eftir slæman leikkafla hjá íslenska liðinu en Íslendingarnir neituðu að gefast upp.Gerðum of mörg mistök Elvar Friðriksson og Kári Jónsson áttu stóran þátt í því að Ísland komst aftur inn í leikinn og náði forskotinu en á lokametrunum sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir fjögur síðustu stig leiksins og unnu nauman þriggja stiga sigur. Ísland fékk gott færi til að komast yfir þegar ellefu sekúndur voru eftir en niður vildi boltinn ekki og með því fóru möguleikar Íslands. Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, var skiljanlega hundsvekktur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Portúgals. „Tilfinningin er ekki góð og ég er afar vonsvikinn, við gerðum marga jákvæða hluti í leiknum en gerðum of mörg mistök til að vinna þennan leik. Við vorum að tapa boltanum á stöðum sem gáfu þeim auðveldar körfur, það er óboðlegt að gefa svona liði körfur þar sem þú getur ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt áfram: „Í varnarleiknum vorum við heldur ekki nægilega duglegir að ýta þeim út til að aðstoða Tryggva. Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrákasti þar sem menn gleyma sér sem má ekki gerast. Sú karfa gerði út af við okkur, þar voru menn einfaldlega ekki nógu beittir til að klára leikinn. Þetta var leikur þar sem smáatriðin skipta máli og ein sókn gerði útslagið. Við þurftum eina körfu til viðbótar og fengum færi til þess en það vantaði herslumuninn.“ Ísland átti góðar rispur í sóknarleiknum. „Í sókninni vorum við að fá fína möguleika, skapa okkur skot sem við viljum fá en náðum ekki að nýta þau nægilega vel.“ Það er ljóst að Ísland þarf helst að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að komast áfram. „Þeir eru með gott lið með leikmenn úr frábærum liðum en við sýndum það í dag að við getum unnið Portúgal. Þetta er jafn og spennandi riðill og það geta allir unnið alla,“ sagði Craig og hélt áfram: „Þeir fengu færi til að vinna Belgíu, rétt eins og við fengum tækifæri til að vinna hér í Portúgal. Nú verðum við að einbeita okkur að Belgíuleiknum og verja heimavöll okkar, við verðum að vinna þann leik,“ sagði Craig svekktur að lokum. Hann hefur nægan tíma til að fara yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti leikur Íslands, gegn Belgíu á heimavelli, ekki fyrr en í nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf undankeppni EuroBasket 2021 á svekkjandi þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portúgal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en ásamt Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli. Fer eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar og er Portúgal efst og eina liðið sem hefur leikið tvo leiki. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í nóvember á heimavelli þar sem Ísland þarf á sigri að halda. Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á forskotinu og náði Ísland mest fimm stiga forskoti þó að Portúgal væri aldrei langt undan. Náði Portúgal forskotinu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta eftir slæman leikkafla hjá íslenska liðinu en Íslendingarnir neituðu að gefast upp.Gerðum of mörg mistök Elvar Friðriksson og Kári Jónsson áttu stóran þátt í því að Ísland komst aftur inn í leikinn og náði forskotinu en á lokametrunum sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir fjögur síðustu stig leiksins og unnu nauman þriggja stiga sigur. Ísland fékk gott færi til að komast yfir þegar ellefu sekúndur voru eftir en niður vildi boltinn ekki og með því fóru möguleikar Íslands. Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, var skiljanlega hundsvekktur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Portúgals. „Tilfinningin er ekki góð og ég er afar vonsvikinn, við gerðum marga jákvæða hluti í leiknum en gerðum of mörg mistök til að vinna þennan leik. Við vorum að tapa boltanum á stöðum sem gáfu þeim auðveldar körfur, það er óboðlegt að gefa svona liði körfur þar sem þú getur ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt áfram: „Í varnarleiknum vorum við heldur ekki nægilega duglegir að ýta þeim út til að aðstoða Tryggva. Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrákasti þar sem menn gleyma sér sem má ekki gerast. Sú karfa gerði út af við okkur, þar voru menn einfaldlega ekki nógu beittir til að klára leikinn. Þetta var leikur þar sem smáatriðin skipta máli og ein sókn gerði útslagið. Við þurftum eina körfu til viðbótar og fengum færi til þess en það vantaði herslumuninn.“ Ísland átti góðar rispur í sóknarleiknum. „Í sókninni vorum við að fá fína möguleika, skapa okkur skot sem við viljum fá en náðum ekki að nýta þau nægilega vel.“ Það er ljóst að Ísland þarf helst að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að komast áfram. „Þeir eru með gott lið með leikmenn úr frábærum liðum en við sýndum það í dag að við getum unnið Portúgal. Þetta er jafn og spennandi riðill og það geta allir unnið alla,“ sagði Craig og hélt áfram: „Þeir fengu færi til að vinna Belgíu, rétt eins og við fengum tækifæri til að vinna hér í Portúgal. Nú verðum við að einbeita okkur að Belgíuleiknum og verja heimavöll okkar, við verðum að vinna þann leik,“ sagði Craig svekktur að lokum. Hann hefur nægan tíma til að fara yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti leikur Íslands, gegn Belgíu á heimavelli, ekki fyrr en í nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins