Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín

Mennirnir tveir sem bresk yfirvöld hafa ákært fyrir að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars eru sagðir heita Alexander Petrov og Ruslan Bosjirov.
Talsmaður ríkisstjórnar Pútín sagði Interfax-fréttastofunni að hvorugur mannanna tengdist Pútín eða Kreml á nokkurn hátt í dag. Rússnesk stjórnvöld hafa alfarið hafnað því að hafa komið nálægt tilræðinu. Pútín sagði sjálfur að mennirnir tveir væru óbreyttir borgarar í síðustu viku.
Tvímenningarnir veittu RT-sjónvarpsstöðinni sem rússneska ríkið styrkir viðtal í vikunni. Þar sögðust þeir vera saklausir ferðamenn sem hafi heimsótt Salisbury til að skemmta sér og að sjá dómkirkjuna þar.
Bresk yfirvöld segja hins vegar að leifar af taugaeitrinu hafi fundist á hótelherbergi mannanna í London.
Tengdar fréttir

„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars.

Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal
Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim.

Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni
Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð.

Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury
Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum.

Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu
Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni.