Forseti Líberíu spilaði með landsliðinu 51 árs gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 08:00 George Weah, forseti Líberíu og fyrirliði fótboltalandsliðs þjóðarinna í gær. Vísir/Getty George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt. Fótbolti Líbería Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt.
Fótbolti Líbería Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira