Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2018 14:03 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra. Vísir/EPA Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30