Samtök um meðferðarsetur fyrir ungt fólk í vanda Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 11. september 2018 11:15 Þann 17. september næstkomandi hefði Bergur Snær sonur minn orðið 22 ára hefði hann lifað. En hann tók eigið líf aðeins 19 ára þann 18. mars 2016. Hann fór í gegnum flest þau úrræði sem til voru til hjálpar, en ekki náðist að vinna með hans vanda og vanlíðan og hann missti vonina. Eftir að drengurinn minn dó stofnuðum við minningarsjóð sem hefur það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Síðan þá hef ég talað við ótalmarga og heyrt sögur sem eru svo líkar hans Bergs. Sögur um úrræðaleysi eða hvernig úrræði sem til eru passa ekki. Það virðist vera einhver vanmáttur þegar kemur að ungu fólk sem á erfitt, er að deyfa sig með neyslu eða öðrum sjálfsskaða og eiga við áföll, kvíða eða annan geðvanda. Ungt fólk sem dettur út úr framhaldsskólum, missir vinnugetu og/eða flakkar á milli vinna og nær ekki tökum á lífinu. Nær allir sem ég hitti frá degi til dags eiga barn, frænku eða frænda, barnabarn, bróður, systur, barn vina eða einhverja nálægt sér sem þau hafa áhyggjur af og gengur ekki nógu vel að fóta sig í lífinu sem ungar manneskjur. Tölur um vanlíðan ungs fólks, sjálfsvígshugsanir/tilraunir, brottfall úr skólum og aukning í örorku hjá þessum hóp ríma við þessar sögur. Það að við náum ekki utan um þessi mál snýst ekki um að það vanti fagfólk eða þekkingu á Íslandi. Við eigum svo mikið af ótrúlega færu og flottu fólki menntað í geðheilbrigði, fíkn, endurhæfingu, kennslu og öllu hinu. Við þurfum bara að búa til vettvang þar sem við söfnum þessari þekkingu saman og búum til meðferðar úrræði miðað við það sem best gerist. Þetta er það sem við viljum gera. Virkja allt þetta fólk sem brennur fyrir þessum málum og setja á stofn samtök með það að markmiði að koma af stað meðferðarsetri fyrir ungt fólk á Íslandi. Nú þegar er kominn öflugur hópur fólks sem vill fara af stað í verkefnið, sálfræðingar, annað fagfólk, kennarar, háskólafólk og foreldrar og aðstandendur eins og ég. Útgangspunktur okkar er tvíþátta greiningarmódel í meðferðarstarfi fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Hugmyndin er að vinna út frá valdeflingu og endurhæfingu og að koma ungu fólki í þessari stöðu til heilsu og virkni. Að öll meðferð miði við einstaklinginn en ekki greiningarnar. Við viljum nota bestu gagnreyndu aðferðirnar í meðferðarstarfi og flétta inn í daglegt starf listir og íþróttir og lífsleikni í breiðasta skilningi. Finna eldinn innra með unga fólkinu okkar og virkja þau til heilsu og virkni. Það liggja mikil verðmæti í þessum hóp sem ég held að við getum virkjað til hagsbóta fyrir unga fólkið okkar og ekki síður samfélagið í heild. Stofnfundur samtakanna verður þann 17. september klukkan 19:30 í Iðnó. Undirbúningshópurinn vill bjóða öllum sem áhuga hafa á þessu verkefni að koma á fundinn og taka þátt í þessu með okkur. Hér má sjá upplýsingar um fundinn. Fundinum verður streymt rafrænt af facebook og einnig geta þeir sem ekki komast á fundinn skráð sig á facebook sem stofnmeðlim samtakanna. Við getum gert þetta saman Sigurþóra Bergsdóttir, mamma og stjórnarformaður Minningarsjóðs Bergs Snæs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 17. september næstkomandi hefði Bergur Snær sonur minn orðið 22 ára hefði hann lifað. En hann tók eigið líf aðeins 19 ára þann 18. mars 2016. Hann fór í gegnum flest þau úrræði sem til voru til hjálpar, en ekki náðist að vinna með hans vanda og vanlíðan og hann missti vonina. Eftir að drengurinn minn dó stofnuðum við minningarsjóð sem hefur það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Síðan þá hef ég talað við ótalmarga og heyrt sögur sem eru svo líkar hans Bergs. Sögur um úrræðaleysi eða hvernig úrræði sem til eru passa ekki. Það virðist vera einhver vanmáttur þegar kemur að ungu fólk sem á erfitt, er að deyfa sig með neyslu eða öðrum sjálfsskaða og eiga við áföll, kvíða eða annan geðvanda. Ungt fólk sem dettur út úr framhaldsskólum, missir vinnugetu og/eða flakkar á milli vinna og nær ekki tökum á lífinu. Nær allir sem ég hitti frá degi til dags eiga barn, frænku eða frænda, barnabarn, bróður, systur, barn vina eða einhverja nálægt sér sem þau hafa áhyggjur af og gengur ekki nógu vel að fóta sig í lífinu sem ungar manneskjur. Tölur um vanlíðan ungs fólks, sjálfsvígshugsanir/tilraunir, brottfall úr skólum og aukning í örorku hjá þessum hóp ríma við þessar sögur. Það að við náum ekki utan um þessi mál snýst ekki um að það vanti fagfólk eða þekkingu á Íslandi. Við eigum svo mikið af ótrúlega færu og flottu fólki menntað í geðheilbrigði, fíkn, endurhæfingu, kennslu og öllu hinu. Við þurfum bara að búa til vettvang þar sem við söfnum þessari þekkingu saman og búum til meðferðar úrræði miðað við það sem best gerist. Þetta er það sem við viljum gera. Virkja allt þetta fólk sem brennur fyrir þessum málum og setja á stofn samtök með það að markmiði að koma af stað meðferðarsetri fyrir ungt fólk á Íslandi. Nú þegar er kominn öflugur hópur fólks sem vill fara af stað í verkefnið, sálfræðingar, annað fagfólk, kennarar, háskólafólk og foreldrar og aðstandendur eins og ég. Útgangspunktur okkar er tvíþátta greiningarmódel í meðferðarstarfi fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Hugmyndin er að vinna út frá valdeflingu og endurhæfingu og að koma ungu fólki í þessari stöðu til heilsu og virkni. Að öll meðferð miði við einstaklinginn en ekki greiningarnar. Við viljum nota bestu gagnreyndu aðferðirnar í meðferðarstarfi og flétta inn í daglegt starf listir og íþróttir og lífsleikni í breiðasta skilningi. Finna eldinn innra með unga fólkinu okkar og virkja þau til heilsu og virkni. Það liggja mikil verðmæti í þessum hóp sem ég held að við getum virkjað til hagsbóta fyrir unga fólkið okkar og ekki síður samfélagið í heild. Stofnfundur samtakanna verður þann 17. september klukkan 19:30 í Iðnó. Undirbúningshópurinn vill bjóða öllum sem áhuga hafa á þessu verkefni að koma á fundinn og taka þátt í þessu með okkur. Hér má sjá upplýsingar um fundinn. Fundinum verður streymt rafrænt af facebook og einnig geta þeir sem ekki komast á fundinn skráð sig á facebook sem stofnmeðlim samtakanna. Við getum gert þetta saman Sigurþóra Bergsdóttir, mamma og stjórnarformaður Minningarsjóðs Bergs Snæs.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar