Martinez: Allt annað lið sem við mætum á morgun Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2018 19:51 Martinez í viðtali við Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.” Þjóðadeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.”
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira