KA vill fá Óla Stefán Flóventsson sem næsta þjálfara meistaraflokks karla en þetta staðfesti framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Morgunblaðið í kvöld.
Srdjan Tufegdzic er að hætta sem þjálfari KA eftir tímabilið og leitar nú liðið að arftaka Túfa. Þeir eru búnir að finna sinn óskamann.
Það er Óli Stefán sem er að hætta með Grindavík eftir tímabilið en Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KA, staðfesti þetta í samtali við mbl í kvöld.
Sævar segir að KA og Óli Stefán hafi ekki fundað en KA hafi sett sig í samband við umboðsmanns Óla. Sævar vonast til að hitta Óla Stefán á þriðjudaginn í næstu viku en Óli Stefán vildi ekki ræða framtíð sína fyrr en tímabilinu væri lokið.
Óli Stefán efstur á blaði hjá KA
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



