Heimi og KSÍ greinir á um bónusgreiðslur vegna HM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2018 09:00 Guðni Bergsson og Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Carlos Quiroz. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsins, stendur í stappi við Knattspyrnusamband Íslands að fá bónusgreiðslur greiddar sem hann telur sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Þetta herma heimildir Vísis en fjárhæðin nemur milljónum króna. Heimir og forsvarsmenn KSÍ greinir á um hvernig eigi að túlka samning þjálfarans við sambandið hvað varðar árangurstengdar greiðslur. Heimir lét af störfum sem landsliðsþjálfari að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem karlalandsliðið var í fyrsta skipti á meðal keppenda. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engan ágreining um málið af hans hálfu. Það eigi einfaldlega eftir að fara yfir málin og ganga frá þeim. „Það er í rauninni ekkert að tjá sig um,“ sagði Guðni um stöðu mála núna. Auk Heimis sjá Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu, og KSÍ samninga um bónusgreiðslur vegna HM í ólíku ljósi. Óvíst er hvað tekur við hjá Heimi Hallgrímssyni eftir frábæran árangur með karlalandsliðið.vísirVel þekkt er að leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfarar fá árangurstengdar greiðslur þegar þeir spila með landsliðinu. Undanfarin ár hafa leikmenn fengið 100 þúsund krónur fyrir hvert stig í keppnisleikjum en auk þess fyrir bónus fyrir að komast á stórmót og árangur sinn þar. Þjálfarar hafa sömuleiðis fengið bónus fyrir góðan árangur. Bónusgreiðslurnar hafa valdið fjaðrafoki hjá KSÍ í gegnum tíðina. Bæði fengu leikmenn kvennalandsliðsins lægri greiðslur fyrir árangur í leikjum lengi vel en því var breytt í upphafi árs. Þá voru deilur innan karlalandsliðsins með skiptingu bónusanna í kringum árangurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016. Heimir Hallgrímsson hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá landsliðinu í sumar. Hann sagði á blaðamannafundi í sumar að hann ætlaði að gefa sér vænan tíma til að meta stöðuna. Ekki náðist í Heimi við vinnslu fréttarinnar. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsins, stendur í stappi við Knattspyrnusamband Íslands að fá bónusgreiðslur greiddar sem hann telur sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Þetta herma heimildir Vísis en fjárhæðin nemur milljónum króna. Heimir og forsvarsmenn KSÍ greinir á um hvernig eigi að túlka samning þjálfarans við sambandið hvað varðar árangurstengdar greiðslur. Heimir lét af störfum sem landsliðsþjálfari að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem karlalandsliðið var í fyrsta skipti á meðal keppenda. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engan ágreining um málið af hans hálfu. Það eigi einfaldlega eftir að fara yfir málin og ganga frá þeim. „Það er í rauninni ekkert að tjá sig um,“ sagði Guðni um stöðu mála núna. Auk Heimis sjá Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu, og KSÍ samninga um bónusgreiðslur vegna HM í ólíku ljósi. Óvíst er hvað tekur við hjá Heimi Hallgrímssyni eftir frábæran árangur með karlalandsliðið.vísirVel þekkt er að leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfarar fá árangurstengdar greiðslur þegar þeir spila með landsliðinu. Undanfarin ár hafa leikmenn fengið 100 þúsund krónur fyrir hvert stig í keppnisleikjum en auk þess fyrir bónus fyrir að komast á stórmót og árangur sinn þar. Þjálfarar hafa sömuleiðis fengið bónus fyrir góðan árangur. Bónusgreiðslurnar hafa valdið fjaðrafoki hjá KSÍ í gegnum tíðina. Bæði fengu leikmenn kvennalandsliðsins lægri greiðslur fyrir árangur í leikjum lengi vel en því var breytt í upphafi árs. Þá voru deilur innan karlalandsliðsins með skiptingu bónusanna í kringum árangurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016. Heimir Hallgrímsson hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá landsliðinu í sumar. Hann sagði á blaðamannafundi í sumar að hann ætlaði að gefa sér vænan tíma til að meta stöðuna. Ekki náðist í Heimi við vinnslu fréttarinnar.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira