Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania. Hún gegndi áður stöðu forstöðumaður á rekstrarlausnasviði fyrirtækisins.
Í tilkynningu frá Advania segir að Margrét leiði 42 manna teymi sem annist þróun, þjónustu, ráðgjöf og innleiðingu á lausnunum. Lausnirnar séu tíma- og viðveruskráningakerfi, fræðslu- launa- og mannauðskerfin H3, Bakvörður og Eloomi.
„Margrét hóf störf hjá Advania í apríl sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði. Hún hefur nú tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna af Daða Friðrikssyni sem leiðir sölumál á nýju sviði ráðgjafar og sérlausna.
Margrét starfaði áður sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Íslandsbanka. Hún hefur því víðtæka stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum,“ segir í tilkynningunni.
Margrét nýr forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Kaupsamningur undirritaður um Grósku
Viðskipti innlent


Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni
Viðskipti innlent

Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf
Viðskipti innlent

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent