Yfirlýsing vegna aðgerða Icelandair Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson skrifa 24. september 2018 17:07 Við undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu. Í ljósi þess að stjórn félagsins hefur á síðastliðnum tveimur árum greitt hluthöfum rúman 1,3 milljarð í arð vekur það furðu að ráðast eigi að atvinnuöryggi þeirra sem gert hafa rekstur fyrirtækisins mögulegan; þeim sem unnið hafa vinnuna, með því að banna hlutastörf. Hvernig væri að stjórnendur félagsins byrjuðu á því að axla ábyrgð á stöðu þeirri sem komin er upp hjá Icelandair með því að afsala sér ofurlaunum og kaupaukagreiðslum, upphæðum sem eru margföld laun vinnuaflsins á íslenskum vinnumarkaði? Á meðan það er ekki gert er allt tal um háan launakostnað Icelandair algjörlega ómarktækt. Eins og svo oft áður í íslensku samfélagi beinast aðgerðirnar að stórri kvennastétt sem ætlast er til að beri byrðar „hagræðingar“ og sparnaðar. Enn á ný sjáum við hversu kerfisbundin kvenfyrirlitningin er í þjóðfélaginu og hvernig hagsmunir efnahagslegra forréttindahópa vega ávallt þyngra en virðing fyrir kvennastörfum. Kapítalísk græðgisvæðing býr til efnahagslegan óstöðugleika, ekki kröfur vinnuaflsins um sanngirni, það hefur sagan kennt okkur og því fordæmum við að ráðist skuli með þessum hætti að hagsmunum starfsfólks Icelandair. Við lýsum yfir samstöðu með flugfreyjum og flugþjónum í baráttu þeirra fyrir virðingu og réttlæti. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með baráttukveðju, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson Sólveig Anna Jónsdóttir Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu. Í ljósi þess að stjórn félagsins hefur á síðastliðnum tveimur árum greitt hluthöfum rúman 1,3 milljarð í arð vekur það furðu að ráðast eigi að atvinnuöryggi þeirra sem gert hafa rekstur fyrirtækisins mögulegan; þeim sem unnið hafa vinnuna, með því að banna hlutastörf. Hvernig væri að stjórnendur félagsins byrjuðu á því að axla ábyrgð á stöðu þeirri sem komin er upp hjá Icelandair með því að afsala sér ofurlaunum og kaupaukagreiðslum, upphæðum sem eru margföld laun vinnuaflsins á íslenskum vinnumarkaði? Á meðan það er ekki gert er allt tal um háan launakostnað Icelandair algjörlega ómarktækt. Eins og svo oft áður í íslensku samfélagi beinast aðgerðirnar að stórri kvennastétt sem ætlast er til að beri byrðar „hagræðingar“ og sparnaðar. Enn á ný sjáum við hversu kerfisbundin kvenfyrirlitningin er í þjóðfélaginu og hvernig hagsmunir efnahagslegra forréttindahópa vega ávallt þyngra en virðing fyrir kvennastörfum. Kapítalísk græðgisvæðing býr til efnahagslegan óstöðugleika, ekki kröfur vinnuaflsins um sanngirni, það hefur sagan kennt okkur og því fordæmum við að ráðist skuli með þessum hætti að hagsmunum starfsfólks Icelandair. Við lýsum yfir samstöðu með flugfreyjum og flugþjónum í baráttu þeirra fyrir virðingu og réttlæti. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með baráttukveðju, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar