Helgi Bernódusson segir umræðu um Þingvallafundinn grundvallast á misskilningi Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2018 15:03 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis ásamt Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis, á hinu umdeilda og dýra sviði. visir/vilhelm Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis var tengiliður Alþingis vegna framkvæmdarinnar við uppsetningu sviðs á Þingvöllum vegna umdeilds hátíðarfunds sem haldinn var á Þingvöllum. Fjölmörgum hefur blöskrað kostnaðurinn vegna hans, þegar upp var staðið; nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun.45 milljónir teknar frá í fyrstu Skrifstofustjóri hefur sent frá sér sérstaka tilkynningu, eða minnisblað, vegna málsins, sem stíluð er á forseta Alþingis en þar er farið yfir málið. Þar segir meðal annars að umræðan um þennan kostnað grundvallist á misskilningi: „Við gerð rekstraráætlunar Alþingis fyrir árið 2018 var ákveðið að taka frá 45 milljónir króna til verksins en að öðru leyti reiknað með að greiða kostnað með rekstrarfjárveitingum og höfuðstól. Hér var því ekki um eiginlega kostnaðaráætlun að ræða, enda ekki forsendur til þess, en nokkurs misskilnings hefur gætt um þetta í umræðunni,“ segir í svari Helga Bernódussonar skrifsstofustjóra Alþingis. Vísir hefur nú í morgun reynt að freista þess að ná tali af Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis vegna málsins en án árangurs. Alltaf óvissa um kostnaðarliði Þá segir jafnframt að á þeim tímapunkti var ljóst að talsverð óvissa væri um ýmsa kostnaðarliði „enda var jafnan tekið fram við umfjöllun um málið innan Alþingis, m.a. á fundi forsætisnefndar 19. janúar 2018, að kostnaður við verkefnið gæti orðið meiri en sú fjárhæð sem ráðstafað hafði verið til þess í rekstraráætlun Alþingis, sbr. einnig svar forseta við fyrirspurn þingmanns nokkru síðar.“ Minnisblað Helga stílað á Steingrím er yfirgripsmikið en þar er meðal annars greint frá því að Framkvæmdasýsla ríkisins hafi svarað öllum fyrirspurnum vegna málsins. Þar er væntanlega meðal annars vísað til fyrirspurnar Vísis.Guðrún forstjóri Framkvæmdasýslunnar svaraði fyrirspurnum Vísis hratt og örugglega. Svör hennar ríma mjög við minnisblað sem Helgi skrifstofustjóri hefur lagt fram.Guðrún Ingvarsdóttir forstóri Framkvæmdasýslunnar sendi svör við þeim hratt og örugglega og bárust þau fyrir helgi en ekki hefur veist svigrúm til að birta þær fyrr en nú. En, spurningar og svör má sjá í heild sinni hér neðar. Minnisblað Helga skrifstofustjóra ber mjög dám af svörum Guðrúnar.Svör forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisinsHvenær var verkið fyrst boðið út og hvaða verkþættir þá? (Snéri útboðið að heildarpakkanum eða aðeins einum þætti, sviðinu?) Send var auglýsing í Fréttablaðið þar sem óskað var eftir verðtilboðum í sviðspalla. Frestur til að skila gögnum var til föstudagsins 6. apríl sl. Verðkönnunin var gerð á grundvelli auglýsingar samkvæmt 24. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016. Sjá auglýsingu og verklýsingu í viðhengi.Hversu margir buðu í verkið? Alls bárust tvö verðtilboð.Var tilboð Exton lægst eða réðu aðrir þættir því að gengið var að tilboði þeirra? Við könnun á innsendum verðtilboðum komu í ljós hnökrar við annað tilboðið og var þeim aðila boðinn frestur til úrlausna á sínum málum ella yrði verkkaupa ráðlagt að hafna því. Umræddur tilboðsveitandi varð ekki við því innan tilskilins frests og var því tilboði Extons tekið.Fóru fram einhver önnur útboð á seinni stigum vegna uppsetningar á sviði, hljóði og lýsingu? Og/eða var kallað sérstaklega eftir slíkum tilboðum? Kallað var eftir tilboðum frá tveimur þjónustuaðilum sem upphaflega höfðu lagt inn verðtilboð varðandi sviðið til að annast tæknimál. Unninn var samanburður milli þessara tveggja tilboða og var niðurstaðan sú að um óverulegan mun væri að ræða. Tilboði Extons var því tekið þar sem búnaðurinn sem í boði var hafði ótvíræða kosti umfram þann búnað sem talinn var upp í tilboði frá öðru fyrirtæki.Er það rétt, eins og heimildir Vísis kveða á um, að Exton hafi séð um hönnun og útfærslu á lýsingu og hljóði og þá verið fengnir til að framkvæma þá hönnun? Báðir þjónustuaðilar lögðu fram með sínu tilboði lausn til að uppfylla þær kröfur sem settar voru fram varðandi verkið. Í því fólst fyrir vikið að leysa tiltekið þjónustuverkefni í heild en ekki var um eiginlega hönnun að ræða.Hver fór fram á baksviðslýsingu vegna sjónvarpsútsendingar, sem mun hafa hleypt kostnaði upp við lýsinguna, og hvenær kom sú ósk/krafa fram? Ákvarðanir varðandi tæknimál voru teknar af verkkaupa að höfðu samráði við fjölmarga aðila og að fenginni ráðgjöf Framkvæmdasýslu ríkisins.Hver af hálfu Alþingis kom að stjórn verksins? Tengiliður verkefnisins var skrifstofustjóri Alþingis.Gerði framkvæmdasýsla ríkisins á einhverju stigi athugsemd við kostnaðinn þegar fyrir lá að hann yrði mikill? Ef svo, hvenær þá? Verkið var unnið í nánu samstarfi við fulltrúa Alþingis. Ljóst var frá upphafi að ýmiss kostnaður væri ófyrirséður og var reglulega í gegnum ferlið farið yfir aukið umfang sem einkum tengdist tækniþáttum, m.a. vegna beinnar sjónvarpsútsendingar og sértækrar verktilhögunar á svæði sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Alþingi Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis var tengiliður Alþingis vegna framkvæmdarinnar við uppsetningu sviðs á Þingvöllum vegna umdeilds hátíðarfunds sem haldinn var á Þingvöllum. Fjölmörgum hefur blöskrað kostnaðurinn vegna hans, þegar upp var staðið; nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun.45 milljónir teknar frá í fyrstu Skrifstofustjóri hefur sent frá sér sérstaka tilkynningu, eða minnisblað, vegna málsins, sem stíluð er á forseta Alþingis en þar er farið yfir málið. Þar segir meðal annars að umræðan um þennan kostnað grundvallist á misskilningi: „Við gerð rekstraráætlunar Alþingis fyrir árið 2018 var ákveðið að taka frá 45 milljónir króna til verksins en að öðru leyti reiknað með að greiða kostnað með rekstrarfjárveitingum og höfuðstól. Hér var því ekki um eiginlega kostnaðaráætlun að ræða, enda ekki forsendur til þess, en nokkurs misskilnings hefur gætt um þetta í umræðunni,“ segir í svari Helga Bernódussonar skrifsstofustjóra Alþingis. Vísir hefur nú í morgun reynt að freista þess að ná tali af Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis vegna málsins en án árangurs. Alltaf óvissa um kostnaðarliði Þá segir jafnframt að á þeim tímapunkti var ljóst að talsverð óvissa væri um ýmsa kostnaðarliði „enda var jafnan tekið fram við umfjöllun um málið innan Alþingis, m.a. á fundi forsætisnefndar 19. janúar 2018, að kostnaður við verkefnið gæti orðið meiri en sú fjárhæð sem ráðstafað hafði verið til þess í rekstraráætlun Alþingis, sbr. einnig svar forseta við fyrirspurn þingmanns nokkru síðar.“ Minnisblað Helga stílað á Steingrím er yfirgripsmikið en þar er meðal annars greint frá því að Framkvæmdasýsla ríkisins hafi svarað öllum fyrirspurnum vegna málsins. Þar er væntanlega meðal annars vísað til fyrirspurnar Vísis.Guðrún forstjóri Framkvæmdasýslunnar svaraði fyrirspurnum Vísis hratt og örugglega. Svör hennar ríma mjög við minnisblað sem Helgi skrifstofustjóri hefur lagt fram.Guðrún Ingvarsdóttir forstóri Framkvæmdasýslunnar sendi svör við þeim hratt og örugglega og bárust þau fyrir helgi en ekki hefur veist svigrúm til að birta þær fyrr en nú. En, spurningar og svör má sjá í heild sinni hér neðar. Minnisblað Helga skrifstofustjóra ber mjög dám af svörum Guðrúnar.Svör forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisinsHvenær var verkið fyrst boðið út og hvaða verkþættir þá? (Snéri útboðið að heildarpakkanum eða aðeins einum þætti, sviðinu?) Send var auglýsing í Fréttablaðið þar sem óskað var eftir verðtilboðum í sviðspalla. Frestur til að skila gögnum var til föstudagsins 6. apríl sl. Verðkönnunin var gerð á grundvelli auglýsingar samkvæmt 24. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016. Sjá auglýsingu og verklýsingu í viðhengi.Hversu margir buðu í verkið? Alls bárust tvö verðtilboð.Var tilboð Exton lægst eða réðu aðrir þættir því að gengið var að tilboði þeirra? Við könnun á innsendum verðtilboðum komu í ljós hnökrar við annað tilboðið og var þeim aðila boðinn frestur til úrlausna á sínum málum ella yrði verkkaupa ráðlagt að hafna því. Umræddur tilboðsveitandi varð ekki við því innan tilskilins frests og var því tilboði Extons tekið.Fóru fram einhver önnur útboð á seinni stigum vegna uppsetningar á sviði, hljóði og lýsingu? Og/eða var kallað sérstaklega eftir slíkum tilboðum? Kallað var eftir tilboðum frá tveimur þjónustuaðilum sem upphaflega höfðu lagt inn verðtilboð varðandi sviðið til að annast tæknimál. Unninn var samanburður milli þessara tveggja tilboða og var niðurstaðan sú að um óverulegan mun væri að ræða. Tilboði Extons var því tekið þar sem búnaðurinn sem í boði var hafði ótvíræða kosti umfram þann búnað sem talinn var upp í tilboði frá öðru fyrirtæki.Er það rétt, eins og heimildir Vísis kveða á um, að Exton hafi séð um hönnun og útfærslu á lýsingu og hljóði og þá verið fengnir til að framkvæma þá hönnun? Báðir þjónustuaðilar lögðu fram með sínu tilboði lausn til að uppfylla þær kröfur sem settar voru fram varðandi verkið. Í því fólst fyrir vikið að leysa tiltekið þjónustuverkefni í heild en ekki var um eiginlega hönnun að ræða.Hver fór fram á baksviðslýsingu vegna sjónvarpsútsendingar, sem mun hafa hleypt kostnaði upp við lýsinguna, og hvenær kom sú ósk/krafa fram? Ákvarðanir varðandi tæknimál voru teknar af verkkaupa að höfðu samráði við fjölmarga aðila og að fenginni ráðgjöf Framkvæmdasýslu ríkisins.Hver af hálfu Alþingis kom að stjórn verksins? Tengiliður verkefnisins var skrifstofustjóri Alþingis.Gerði framkvæmdasýsla ríkisins á einhverju stigi athugsemd við kostnaðinn þegar fyrir lá að hann yrði mikill? Ef svo, hvenær þá? Verkið var unnið í nánu samstarfi við fulltrúa Alþingis. Ljóst var frá upphafi að ýmiss kostnaður væri ófyrirséður og var reglulega í gegnum ferlið farið yfir aukið umfang sem einkum tengdist tækniþáttum, m.a. vegna beinnar sjónvarpsútsendingar og sértækrar verktilhögunar á svæði sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Alþingi Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29