Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mun ekki berjast næstu mánuðina enda á leið í aðgerð.
Woodley fer í aðgerð á fingri eftir tvær vikur en hann meiddist á þumli í bardaganum gegn Darren Till á dögunum.
Þumallinn fór úr lið og sködduðust liðbönd í þumlinum á sama tíma. Hann verður frá í allt að þrjá mánuði eftir aðgerðina.
Það kom til greina að láta Woodley berjast við Colby Covington þann 3. nóvember í Madison Square Garden en nú er ljóst að af þeim bardaga verður ekki.
Woodley berst ekki aftur á árinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
