Í gær birtust fréttir af því að Jón Þór hefði átt í viðræðum við KSÍ um að taka við starfi landsliðsþjálfara kvenna.
Jón Þór kom til Stjörnuliðsins fyrir nýafstaðið tímabil eftir að hafa verið aðalþjálfari ÍA í síðustu leikjum liðsins sumarið 2017.
„Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar.
Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok.
Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma.
Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins.
Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018