Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 09:08 Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro hefur átt sæti á brasilíska þinginu frá árinu 1991. Vísir/Getty Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00
Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55
Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00