Höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálagi Hjörvar Ólafsson skrifar 5. október 2018 09:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/ernir Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira