Assange höfðar mál gegn Ekvador Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2018 15:44 Julian Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá 2012. AP/Matt Dunham Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. Hann hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Í yfirlýsingu frá Wikileaks segir að yfirvöld Ekvador hafi hótað fyrir rúmu hálfi ári að vísa honum úr sendiráðinu og komið hafi verið í veg fyrir samskipti hans við umheiminn. Sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í sendiráðinu til að koma í veg fyrir að hann hefði aðgang að internetinu og gæti ekki tekið á móti símtölum. Þar segir enn fremur að lögmanni Human Rights Watch hafi verið meinað að hitta Assange. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Assange var nýverið veittur aðgangur að internetinu að nýju en með ákveðnum skilmálum. Meðal þeirra skilmála voru að hann yrði að þrífa baðherbergi sitt og hugsa um kött sinn. Þá þarf Assange að láta sendiráðsstarfsmenn vita með þriggja daga fyrirvara vilji hann taka á móti gestum og þurfa yfirmenn sendiráðsins að samþykkja hverjir fái að koma í heimsókn. Þá má hann aðeins tengja símann sinn og tölvu við þráðlaust net sendiráðsins en reyni hann að tengja einhvern annan búnað við netið má hann búast við því að búnaðurinn verði tekinn af honum. Í yfirlýsingu Wikileaks segir að allir þeir sem hitti Assange þurfi að gefa upp persónulegar og tæknilegar upplýsingar sem Ekvador geti deilt með öðrum aðilum. Þá er vísað til opins bréfs sem bandarískir þingmenn skrifuðu til forseta Ekvador. Þar töluðu þeir um að nauðsynlegt væri að leysa málefni Assange áður en ríki tvö geti starfað betur saman. Fyrrverandi forseti Ekvador hefur haldið því fram að núverandi ríkisstjórn sé að reyna að brjóta vilja Assange á bak aftur. JUST NOW: Image from press conference in Quito with @WikiLeaks' General Counsel Baltasar Garzón and Ecuadorian lawyer Carlos Poveda (right of table) pic.twitter.com/YuenzjfOhP— WikiLeaks (@wikileaks) October 19, 2018 Mál Julians Assange Ekvador Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. Hann hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Í yfirlýsingu frá Wikileaks segir að yfirvöld Ekvador hafi hótað fyrir rúmu hálfi ári að vísa honum úr sendiráðinu og komið hafi verið í veg fyrir samskipti hans við umheiminn. Sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í sendiráðinu til að koma í veg fyrir að hann hefði aðgang að internetinu og gæti ekki tekið á móti símtölum. Þar segir enn fremur að lögmanni Human Rights Watch hafi verið meinað að hitta Assange. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Assange var nýverið veittur aðgangur að internetinu að nýju en með ákveðnum skilmálum. Meðal þeirra skilmála voru að hann yrði að þrífa baðherbergi sitt og hugsa um kött sinn. Þá þarf Assange að láta sendiráðsstarfsmenn vita með þriggja daga fyrirvara vilji hann taka á móti gestum og þurfa yfirmenn sendiráðsins að samþykkja hverjir fái að koma í heimsókn. Þá má hann aðeins tengja símann sinn og tölvu við þráðlaust net sendiráðsins en reyni hann að tengja einhvern annan búnað við netið má hann búast við því að búnaðurinn verði tekinn af honum. Í yfirlýsingu Wikileaks segir að allir þeir sem hitti Assange þurfi að gefa upp persónulegar og tæknilegar upplýsingar sem Ekvador geti deilt með öðrum aðilum. Þá er vísað til opins bréfs sem bandarískir þingmenn skrifuðu til forseta Ekvador. Þar töluðu þeir um að nauðsynlegt væri að leysa málefni Assange áður en ríki tvö geti starfað betur saman. Fyrrverandi forseti Ekvador hefur haldið því fram að núverandi ríkisstjórn sé að reyna að brjóta vilja Assange á bak aftur. JUST NOW: Image from press conference in Quito with @WikiLeaks' General Counsel Baltasar Garzón and Ecuadorian lawyer Carlos Poveda (right of table) pic.twitter.com/YuenzjfOhP— WikiLeaks (@wikileaks) October 19, 2018
Mál Julians Assange Ekvador Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26