Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 19:50 Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson. Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson.
Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira