Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 19:20 Maður hjólar fram hjá reykspúandi orkuveri í Skopje í Makedóníu þar sem loftmengun er verst í Evrópu. Vísir/EPA Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í flestum ríkjum Evrópu og fleiri en hálf milljón íbúa álfunnar lætur lífið af völdum hennar á ári hverju. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu segir að þó að loftgæði séu smám saman að batna sé mengunin enn mun meiri en heilbrigt er talið samkvæmt viðmiðum Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skýrslan byggir á athugunum sem gerðar voru á 2.500 stöðum í Evrópu árið 2015, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á grundvelli þeirra hefur Umhverfisstofnunin hækkað mat sitt á árlegum fjölda dauðsfalla af völdum loftmengunar. Árið 2013 taldi hún að um 475.000 manns létust af völdum hennar á ári. Mengunin er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. Áætlað er að fínt svifryk (PM2,5) hafi valdið um 422.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2015. Mengunin getur valdið eða espað upp hjartasjúkdóma, astma og lungnakrabbamein. Niturdíoxíð úr bílum og miðstöðvarofnum er talið eiga þátt í 79.000 dauðsföllum og ósonmengun 17.700. Skammt er síðan evrópsk skýrsla leiddi í ljós að flest 28 ríkja Evrópusambandsins stæðust ekki markmið þess um loftgæði. Engu að síður telur Umhverfisstofnun Evrópu að ríkin hafi náð að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna svifryks um hálfa milljón á ári frá 1990. Sá árangur hafi náðst með evrópskum mengunarstöðlum og staðbundnum aðgerðum sem hafi leitt til hreinni útblásturs bíla, iðnaðar og raforkuframleiðslu. Verst er mengunin í Makedóníu þar sem styrkur PM2,5 var þrefalt hærri en í næsta landi á eftir. Austur-Evrópa stendur einnig illa sem heild, ekki síst ríki eins og Búlgaría, Pólland og Slóvakía. Búlgaría Loftslagsmál Pólland Slóvakía Umhverfismál Tengdar fréttir Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í flestum ríkjum Evrópu og fleiri en hálf milljón íbúa álfunnar lætur lífið af völdum hennar á ári hverju. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu segir að þó að loftgæði séu smám saman að batna sé mengunin enn mun meiri en heilbrigt er talið samkvæmt viðmiðum Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skýrslan byggir á athugunum sem gerðar voru á 2.500 stöðum í Evrópu árið 2015, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á grundvelli þeirra hefur Umhverfisstofnunin hækkað mat sitt á árlegum fjölda dauðsfalla af völdum loftmengunar. Árið 2013 taldi hún að um 475.000 manns létust af völdum hennar á ári. Mengunin er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. Áætlað er að fínt svifryk (PM2,5) hafi valdið um 422.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2015. Mengunin getur valdið eða espað upp hjartasjúkdóma, astma og lungnakrabbamein. Niturdíoxíð úr bílum og miðstöðvarofnum er talið eiga þátt í 79.000 dauðsföllum og ósonmengun 17.700. Skammt er síðan evrópsk skýrsla leiddi í ljós að flest 28 ríkja Evrópusambandsins stæðust ekki markmið þess um loftgæði. Engu að síður telur Umhverfisstofnun Evrópu að ríkin hafi náð að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna svifryks um hálfa milljón á ári frá 1990. Sá árangur hafi náðst með evrópskum mengunarstöðlum og staðbundnum aðgerðum sem hafi leitt til hreinni útblásturs bíla, iðnaðar og raforkuframleiðslu. Verst er mengunin í Makedóníu þar sem styrkur PM2,5 var þrefalt hærri en í næsta landi á eftir. Austur-Evrópa stendur einnig illa sem heild, ekki síst ríki eins og Búlgaría, Pólland og Slóvakía.
Búlgaría Loftslagsmál Pólland Slóvakía Umhverfismál Tengdar fréttir Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00
Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07
Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59