Spilafíkill varð undir í 80 milljóna baráttu við ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 10:20 Guðlaugur Karlsson fyrir framan spilakassana sem hafa haft af honum aleiguna að hans sögn. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur sýknaði á föstudaginn íslenska ríkið af 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ sagði Þórður Sverrisson, lögmaður Guðlaugs, í viðtali við Vísi í vetur.Taldi illa staðið að lagabreytingum Um það var tekist en Þórður taldi það ekki ganga upp. Benti hann á að þegar heimildin hafi verið veitt af dómsmálaráðherra árið 1994 hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“ Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu.Sérlögin yngri og gengu því framar Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum. Ekki var heldur fallist á það með Guðlaugi að ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglurnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum. Var ríkið því líka sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.Dóminn í heild má lesa hér. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Landsréttur sýknaði á föstudaginn íslenska ríkið af 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ sagði Þórður Sverrisson, lögmaður Guðlaugs, í viðtali við Vísi í vetur.Taldi illa staðið að lagabreytingum Um það var tekist en Þórður taldi það ekki ganga upp. Benti hann á að þegar heimildin hafi verið veitt af dómsmálaráðherra árið 1994 hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“ Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu.Sérlögin yngri og gengu því framar Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum. Ekki var heldur fallist á það með Guðlaugi að ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglurnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum. Var ríkið því líka sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.Dóminn í heild má lesa hér.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00
Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00