Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:06 Rússar reyndu að hjálpa Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016. Vísbendingar eru um að þeir reyni enn að hafa áhrif á kosningar vestanhafs. Vísir/Getty Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu særðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu særðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent