Sveitarfélög standast ekki lög um fjölda leikskólakennara Sveinn Arnarson skrifar 3. nóvember 2018 07:45 Fjögur sveitarfélög hafa enga menntaða starfsmenn í sínum leikskólum. Fréttablaðið/Anton Aðeins eitt sveitarfélag uppfyllir lög um ráðningu kennara á leikskólum innan síns sveitarfélags. Að meðaltali er 31 prósent kennara á leikskólum landsins með menntun sem leikskólakennarar. Formaður Félags leikskólakennara segir mikilvægt að gera starfið aðlaðandi, bæta vinnuaðstöðu og vinnutíma starfsmanna og hækka laun þeirra. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands frá árinu 2017 voru aðeins 30,9 prósent starfsmanna við uppeldis- og menntunarstörf í leikskólum landsins með próf sem leikskólakennarar. Oddviti Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Sigurður Þ. Ragnarsson, gerði skort á leikskólakennurum í Hafnarfirði að umtalsefni í vikunni og sagði það blekkingu að halda úti faglegu skólastarfi með svo fáa leikskólakennara innan vébanda bæjarins. Bæjaryfirvöld sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þau töldu ummæli Sigurðar og umfjöllun hans ósanngjarna.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraHaraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir mikilvægt að fjölga leikskólakennurum um allt land. „Sveitarfélög hafa verið að taka yngri börn og við náum ekki nægilegri nýliðun til að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. „Verkefnið er gífurlegt til að uppfylla lágmarkskröfur laganna. Við þurfum að hafa launin samkeppnishæf við aðra sérfræðinga. Við þurfum að bæta starfsskilyrði kennara með því að bæta við undirbúningstímum og stilla starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum varðandi starf og vinnutíma.“ Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, sem eru frá árinu 2008, er kveðið á um að að minnsta kosti tvö af hverjum þremur stöðugildum við kennslu, umönnun og uppeldi séu mönnuð einstaklingum með m leikskólakennarapróf. Sveitarfélagið sem uppfyllir þetta skilyrði laganna er Hörgársveit í Eyjafirði en 77 prósent starfsmanna á leikskólanum í sveitarfélaginu eru með próf í leikskólakennarafræðum. Fjögur sveitarfélög hér á landi hafa enga menntaða starfsmenn í fræðunum á sínum leikskóla. Það eru Eyja- og Miklaholtshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Mýrdalshreppur. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Hörgársveit Mýrdalshreppur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Aðeins eitt sveitarfélag uppfyllir lög um ráðningu kennara á leikskólum innan síns sveitarfélags. Að meðaltali er 31 prósent kennara á leikskólum landsins með menntun sem leikskólakennarar. Formaður Félags leikskólakennara segir mikilvægt að gera starfið aðlaðandi, bæta vinnuaðstöðu og vinnutíma starfsmanna og hækka laun þeirra. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands frá árinu 2017 voru aðeins 30,9 prósent starfsmanna við uppeldis- og menntunarstörf í leikskólum landsins með próf sem leikskólakennarar. Oddviti Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Sigurður Þ. Ragnarsson, gerði skort á leikskólakennurum í Hafnarfirði að umtalsefni í vikunni og sagði það blekkingu að halda úti faglegu skólastarfi með svo fáa leikskólakennara innan vébanda bæjarins. Bæjaryfirvöld sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þau töldu ummæli Sigurðar og umfjöllun hans ósanngjarna.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraHaraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir mikilvægt að fjölga leikskólakennurum um allt land. „Sveitarfélög hafa verið að taka yngri börn og við náum ekki nægilegri nýliðun til að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. „Verkefnið er gífurlegt til að uppfylla lágmarkskröfur laganna. Við þurfum að hafa launin samkeppnishæf við aðra sérfræðinga. Við þurfum að bæta starfsskilyrði kennara með því að bæta við undirbúningstímum og stilla starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum varðandi starf og vinnutíma.“ Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, sem eru frá árinu 2008, er kveðið á um að að minnsta kosti tvö af hverjum þremur stöðugildum við kennslu, umönnun og uppeldi séu mönnuð einstaklingum með m leikskólakennarapróf. Sveitarfélagið sem uppfyllir þetta skilyrði laganna er Hörgársveit í Eyjafirði en 77 prósent starfsmanna á leikskólanum í sveitarfélaginu eru með próf í leikskólakennarafræðum. Fjögur sveitarfélög hér á landi hafa enga menntaða starfsmenn í fræðunum á sínum leikskóla. Það eru Eyja- og Miklaholtshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Mýrdalshreppur.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Hörgársveit Mýrdalshreppur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira