Nærri 60 þúsund farist á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2018 08:30 Ótrúlegur fjöldi flóttafólks hefur farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Afríku eða Mið-Austurlöndum. Vísir/Getty Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira