Flugvél WOW air og vél Southwest rákust saman á vellinum í St. Louis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 12:35 Þessi mynd af árekstrinum birtist í sjónvarpsfrétt Fox 2 Now og er sögð hafa verið tekin af farþegar í vél Southwest. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á atviki sem varð á flugvellinum í St. Louis í gær. Þá rákust saman tvær flugvélar, annars vegar flugvél WOW air og hins vegar flugvél bandaríska flugfélagsins Southwest. Fjallað er um málið í bandarískum fjölmiðlum, meðal annars á vef Fox 2 Now í St. Louis. Þar er rætt við einn farþega WOW-vélarinnar sem var á leið til Íslands en Southwest vélin var að koma frá Kansas-borg. Áreksturinn varð við flugstöðvarbygginguna þar sem vél WOW air var í stæði sínu og vél Southwest að keyra inn í sitt. „Við vorum komin um borð og þá heyrum við smá skell,“ segir Nathaniel Jensen, farþegi í vél WOW air. „Við fundum smá kipp og héldum fyrst að flugmaðurinn hefði bremsað harkalega,“ segir Tim Blythe sem var um borð í vél Southwest. Enginn slasaðist við áreksturinn en myndir sem sýndar hafa verið í bandarískum miðlum og voru teknar af farþegum sýna að svo virðist sem vængur Southwest-vélarinnar hafi farið á væng flugvélar WOW air. Í frétt Fox 2 Now segir að Southwest muni senda vél sína til skoðunar. Farþegar WOW sögðu við miðilinn að flugfélagið hefði boðið þeim hótelgistingu og að áætlað væri að fljúga þeim með annarri vél til Íslands í dag, föstudag. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum um atvikið frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Fox 2 Now um málið.Uppfært: Í tölvupósti frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa, um atvikið segir að flugvél WOW air hafi verið lögð á stæði á flughlaði St. Louis-flugvallar. Flugvél frá flugfélaginu Southwest hafi verið að leggja á stæði við hliðina á vél WOW air þegar vængendi Soutwest-vélarinnar rakst utan í vængenda flugvél WOW air. Var flugvél WOW air kyrrstæð þegar áreksturinn varð en var tilbúin til brottfarar. Vél WOW air skemmdist við áreksturinn og kom því til seinkunar þar sem umrædd flugvél var ekki notuð. Félagið sendi aðra vél til St. Louis klukkan 6:45 að íslenskum tíma. Áætluð brottför St. Louis var klukkan 9:25 að staðartíma, eða fyrir rúmum klukkutíma. Fréttir af flugi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á atviki sem varð á flugvellinum í St. Louis í gær. Þá rákust saman tvær flugvélar, annars vegar flugvél WOW air og hins vegar flugvél bandaríska flugfélagsins Southwest. Fjallað er um málið í bandarískum fjölmiðlum, meðal annars á vef Fox 2 Now í St. Louis. Þar er rætt við einn farþega WOW-vélarinnar sem var á leið til Íslands en Southwest vélin var að koma frá Kansas-borg. Áreksturinn varð við flugstöðvarbygginguna þar sem vél WOW air var í stæði sínu og vél Southwest að keyra inn í sitt. „Við vorum komin um borð og þá heyrum við smá skell,“ segir Nathaniel Jensen, farþegi í vél WOW air. „Við fundum smá kipp og héldum fyrst að flugmaðurinn hefði bremsað harkalega,“ segir Tim Blythe sem var um borð í vél Southwest. Enginn slasaðist við áreksturinn en myndir sem sýndar hafa verið í bandarískum miðlum og voru teknar af farþegum sýna að svo virðist sem vængur Southwest-vélarinnar hafi farið á væng flugvélar WOW air. Í frétt Fox 2 Now segir að Southwest muni senda vél sína til skoðunar. Farþegar WOW sögðu við miðilinn að flugfélagið hefði boðið þeim hótelgistingu og að áætlað væri að fljúga þeim með annarri vél til Íslands í dag, föstudag. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum um atvikið frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Fox 2 Now um málið.Uppfært: Í tölvupósti frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa, um atvikið segir að flugvél WOW air hafi verið lögð á stæði á flughlaði St. Louis-flugvallar. Flugvél frá flugfélaginu Southwest hafi verið að leggja á stæði við hliðina á vél WOW air þegar vængendi Soutwest-vélarinnar rakst utan í vængenda flugvél WOW air. Var flugvél WOW air kyrrstæð þegar áreksturinn varð en var tilbúin til brottfarar. Vél WOW air skemmdist við áreksturinn og kom því til seinkunar þar sem umrædd flugvél var ekki notuð. Félagið sendi aðra vél til St. Louis klukkan 6:45 að íslenskum tíma. Áætluð brottför St. Louis var klukkan 9:25 að staðartíma, eða fyrir rúmum klukkutíma.
Fréttir af flugi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent