Brexit-ráðherra segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 09:26 Dominic Raab yfirgefur Downingstræti 10. EPA/ANDY RAIN Dominic Raab, Brexit-ráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna samningsdraga sem eru nú til umræðu. Hann segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin og nefnir fyrir því tvær ástæður. Raab segir samningsdrögin, eins og þau snúa að Norður-Írlandi, í raun ógna samheldni konungsveldisins. Hin ástæðan var sú að það væri óásættanlegt að Evrópusambandið hefði neitunarvald um það hvort Bretar gætu í raun slitið sig að fullu frá sambandinu. Þar að auki sagði Raab í yfirlýsingu sinni að hann gæti ekki séð að skilyrði draganna standist þau loforð sem ríkisstjórnin gaf bresku þjóðinni. Raab birti bréfið sem hann sendi Theresu May, forsætisráðherra á Twitter um skömmu fyrir níu í morgun.Today, I have resigned as Brexit Secretary. I cannot in good conscience support the terms proposed for our deal with the EU. Here is my letter to the PM explaining my reasons, and my enduring respect for her. pic.twitter.com/tf5CUZnnUz — Dominic Raab (@DominicRaab) November 15, 2018 May tilkynnti í gær að hún hefði tryggt sér stuðning ráðherra ríkisstjórnar sinnar, eftir fimm klukkustunda ráðherrafund. Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó nokkra ráðherra hafa mótmælt samningsdrögunum harðlega og einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir íhuga að leggja fram vantrauststillögu gegn henni. Raab er tuttugasti ráðherrann sem segir af sér á undanförnum tveimur árum. Talið er að afsögn hans muni leiða til fleiri afsagna í ríkisstjórn May. Owen Smith, þingmaður Verkamannaflokksins, segir afsögn Raab segja allt sem segja þurfi um drögin. Raab hafi tekið þátt í samningsviðræðunum og hjálpað við að kynna drögin öðrum ráðherrum. Hann kallaði eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Esther McVey, lágt settur ráðherra í ríkisstjórninni, hefur einnig sagt af sér. Í bréfi hennar til May sagði hún mikilvægt að tryggja að farið yrði eftir vilja þjóðarinnar og slíta tengsl Bretlands við ESB. Hún sagði þau samningsdrög sem nú eru til umræðu ekki gera það.Earlier this morning I informed the Prime Minister I was resigning from her Cabinet pic.twitter.com/ZeBkL5n2xH — Esther McVey (@EstherMcVey1) November 15, 2018 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Dominic Raab, Brexit-ráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna samningsdraga sem eru nú til umræðu. Hann segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin og nefnir fyrir því tvær ástæður. Raab segir samningsdrögin, eins og þau snúa að Norður-Írlandi, í raun ógna samheldni konungsveldisins. Hin ástæðan var sú að það væri óásættanlegt að Evrópusambandið hefði neitunarvald um það hvort Bretar gætu í raun slitið sig að fullu frá sambandinu. Þar að auki sagði Raab í yfirlýsingu sinni að hann gæti ekki séð að skilyrði draganna standist þau loforð sem ríkisstjórnin gaf bresku þjóðinni. Raab birti bréfið sem hann sendi Theresu May, forsætisráðherra á Twitter um skömmu fyrir níu í morgun.Today, I have resigned as Brexit Secretary. I cannot in good conscience support the terms proposed for our deal with the EU. Here is my letter to the PM explaining my reasons, and my enduring respect for her. pic.twitter.com/tf5CUZnnUz — Dominic Raab (@DominicRaab) November 15, 2018 May tilkynnti í gær að hún hefði tryggt sér stuðning ráðherra ríkisstjórnar sinnar, eftir fimm klukkustunda ráðherrafund. Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó nokkra ráðherra hafa mótmælt samningsdrögunum harðlega og einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir íhuga að leggja fram vantrauststillögu gegn henni. Raab er tuttugasti ráðherrann sem segir af sér á undanförnum tveimur árum. Talið er að afsögn hans muni leiða til fleiri afsagna í ríkisstjórn May. Owen Smith, þingmaður Verkamannaflokksins, segir afsögn Raab segja allt sem segja þurfi um drögin. Raab hafi tekið þátt í samningsviðræðunum og hjálpað við að kynna drögin öðrum ráðherrum. Hann kallaði eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Esther McVey, lágt settur ráðherra í ríkisstjórninni, hefur einnig sagt af sér. Í bréfi hennar til May sagði hún mikilvægt að tryggja að farið yrði eftir vilja þjóðarinnar og slíta tengsl Bretlands við ESB. Hún sagði þau samningsdrög sem nú eru til umræðu ekki gera það.Earlier this morning I informed the Prime Minister I was resigning from her Cabinet pic.twitter.com/ZeBkL5n2xH — Esther McVey (@EstherMcVey1) November 15, 2018
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40