Ærið verkefni hjá Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit Vísir/EPA Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40