Yngri leikmenn skrefinu nær Hjörvar Ólafsson skrifar 23. nóvember 2018 08:00 Freyr og Hamrén. Freyr Alexandersson hefur haft í nógu að snúast í haust. Þessa dagana er hann að leikgreina alla leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á þessu ári og búa til skýrslu yfir leikfræði liðsins. Hann segir jákvæða hluti hafa fengist út úr leikjunum í Þjóðadeild UEFA þrátt fyrir að uppskeran hvað stigasöfnun varðar hafi verið rýr. „Það tók auðvitað sinn tíma fyrir mig og Hamrén að kynnast. Eftir þessa törn í haust þekkjumst við betur og það er komin skýr mynd á verkskipulagið hjá okkur. Það var ekki svo að Hamrén hafi ætlað að kollsteypa öllu og hafi orðið afturreka með sína hugmyndafræði þrátt fyrir skellinn gegn Sviss. Það var bara slys og það sást best á leikjunum þar á eftir að það var einsdæmi hjá þessu liði. Eitt af því sem við höfum lært á leiðinni er að það er heillavænlegra að spila með blöndu af svæðisvörn og dekkun í föstum leikatriðum. Við höfum náð betri tökum á því hvernig við viljum verjast á þeim vettvangi og gert bragarbót þar á í síðustu leikjum,“ segir Freyr um fyrstu leikina sem Hamrén og Freyr stýrðu. „Við sáum það einnig í þeim leik að þrátt fyrir að breiddin í leikmannahópnum hafi aukist þá má íslenska liðið ekki við því að missa jafn marga lykilleikmenn og raun bar vitni í leiknum gegn Sviss ytra. Þeir leikmenn sem komu inn í stað þeirra sem hafa verið fjarverandi hafa hins vegar vaxið hratt í þau hlutverk sem þeim eru ætluð og bætt sig leik frá leik. Leikmenn á borð við Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson eru komnir langt í sínu þróunarferli og þeir banka fast á dyrnar annaðhvort í byrjunarliðið eða að koma inn sem varamenn sem breyta gangi leikja,“ segir hann enn fremur. „Við fengum að kynnast mörgum leikmönnum í þessum leikjum. Það má í raun segja að sá leikmannahópur sem við höfðum í þessum leikjum hafi innihaldið marga leikmenn sem ætlunin var að skoða í þeim verkefnum sem eru áformuð í janúar. Þannig höfum við skýra mynd af því hversu langt ákveðnir leikmenn eru komnir og hvernig þeir passa inn í þá hugmyndafræði sem við komum til með að spila eftir. Það kom líka skemmtilega á óvart hversu vel tókst til að spila í þriggja miðvarða leikkerfi. Það er gott að hafa náð að bæta vopnum í vopnabúrið hvað leikkerfi varðar,“ segir Breiðhyltingurinn um þá jákvæðu punkta sem taka má úr undanförnum leikjum. „Ég er núna í þeirri vinnu að leikgreina alla leiki ársins og gefa leikmönnum endurgjöf á þá leiki sem við vorum að spila við Belgíu og Katar. Við vorum ánægðir með viss atriði í þeim leikjum og mér finnst hafa verið stígandi í spilamennsku liðsins undir okkar stjórn. Ég sé það hins vegar betur þegar ég er búinn að leikgreina leikina á nánari hátt en mögulegt er á milli leikja hvaða lærdóm við getum dregið af leikjunum. Við þurfum að huga vel að smáatriðunum í okkar leik og við verðum að halda áfram að leika á eins taktískt fullkominn hátt og mögulegt er til þess að ná í hagstæð úrslit," segir hann um verkefni sín þessa dagana. „Ég hef þó nokkuð verið að velta vöngum yfir því eftir að ég tók við þessu starfi hvers vegna þeir leikmenn sem eru að koma upp í A-liðið þessa stundina og á næstunni hafa allir svipaða eiginleika. Það er ósamræmi milli þess hversu marga leikmenn við eigum í hæsta gæðaflokki í U-21 árs liðinu aftarlega og framarlega á vellinum. Hugsanlegt er að yfirmaður knattspyrnumála geti gripið inn í svona þróun á fyrri stigum. Ég er hins vegar ekki viss um hvert hlutverk hans verður, mér finnst það svolítið óljóst. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig sá aðili getur nýst okkur landsliðsþjálfurunum,“ segir aðstoðarlandsliðsþjálfarinn um þróun mála í íslenska knattspyrnusamfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur haft í nógu að snúast í haust. Þessa dagana er hann að leikgreina alla leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á þessu ári og búa til skýrslu yfir leikfræði liðsins. Hann segir jákvæða hluti hafa fengist út úr leikjunum í Þjóðadeild UEFA þrátt fyrir að uppskeran hvað stigasöfnun varðar hafi verið rýr. „Það tók auðvitað sinn tíma fyrir mig og Hamrén að kynnast. Eftir þessa törn í haust þekkjumst við betur og það er komin skýr mynd á verkskipulagið hjá okkur. Það var ekki svo að Hamrén hafi ætlað að kollsteypa öllu og hafi orðið afturreka með sína hugmyndafræði þrátt fyrir skellinn gegn Sviss. Það var bara slys og það sást best á leikjunum þar á eftir að það var einsdæmi hjá þessu liði. Eitt af því sem við höfum lært á leiðinni er að það er heillavænlegra að spila með blöndu af svæðisvörn og dekkun í föstum leikatriðum. Við höfum náð betri tökum á því hvernig við viljum verjast á þeim vettvangi og gert bragarbót þar á í síðustu leikjum,“ segir Freyr um fyrstu leikina sem Hamrén og Freyr stýrðu. „Við sáum það einnig í þeim leik að þrátt fyrir að breiddin í leikmannahópnum hafi aukist þá má íslenska liðið ekki við því að missa jafn marga lykilleikmenn og raun bar vitni í leiknum gegn Sviss ytra. Þeir leikmenn sem komu inn í stað þeirra sem hafa verið fjarverandi hafa hins vegar vaxið hratt í þau hlutverk sem þeim eru ætluð og bætt sig leik frá leik. Leikmenn á borð við Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson eru komnir langt í sínu þróunarferli og þeir banka fast á dyrnar annaðhvort í byrjunarliðið eða að koma inn sem varamenn sem breyta gangi leikja,“ segir hann enn fremur. „Við fengum að kynnast mörgum leikmönnum í þessum leikjum. Það má í raun segja að sá leikmannahópur sem við höfðum í þessum leikjum hafi innihaldið marga leikmenn sem ætlunin var að skoða í þeim verkefnum sem eru áformuð í janúar. Þannig höfum við skýra mynd af því hversu langt ákveðnir leikmenn eru komnir og hvernig þeir passa inn í þá hugmyndafræði sem við komum til með að spila eftir. Það kom líka skemmtilega á óvart hversu vel tókst til að spila í þriggja miðvarða leikkerfi. Það er gott að hafa náð að bæta vopnum í vopnabúrið hvað leikkerfi varðar,“ segir Breiðhyltingurinn um þá jákvæðu punkta sem taka má úr undanförnum leikjum. „Ég er núna í þeirri vinnu að leikgreina alla leiki ársins og gefa leikmönnum endurgjöf á þá leiki sem við vorum að spila við Belgíu og Katar. Við vorum ánægðir með viss atriði í þeim leikjum og mér finnst hafa verið stígandi í spilamennsku liðsins undir okkar stjórn. Ég sé það hins vegar betur þegar ég er búinn að leikgreina leikina á nánari hátt en mögulegt er á milli leikja hvaða lærdóm við getum dregið af leikjunum. Við þurfum að huga vel að smáatriðunum í okkar leik og við verðum að halda áfram að leika á eins taktískt fullkominn hátt og mögulegt er til þess að ná í hagstæð úrslit," segir hann um verkefni sín þessa dagana. „Ég hef þó nokkuð verið að velta vöngum yfir því eftir að ég tók við þessu starfi hvers vegna þeir leikmenn sem eru að koma upp í A-liðið þessa stundina og á næstunni hafa allir svipaða eiginleika. Það er ósamræmi milli þess hversu marga leikmenn við eigum í hæsta gæðaflokki í U-21 árs liðinu aftarlega og framarlega á vellinum. Hugsanlegt er að yfirmaður knattspyrnumála geti gripið inn í svona þróun á fyrri stigum. Ég er hins vegar ekki viss um hvert hlutverk hans verður, mér finnst það svolítið óljóst. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig sá aðili getur nýst okkur landsliðsþjálfurunum,“ segir aðstoðarlandsliðsþjálfarinn um þróun mála í íslenska knattspyrnusamfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira