
Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar

Manninum er gefin að sök stórfelld líkamsárás með því að hafa veist að dyraverðinum með þeim afleiðingum að hann hlaut margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverka og lamaðist fyrir neðan háls.
Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst.
Í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem hann er ákærður fyrir en brotin geti varðað allt að 16 ára fangelsi.
Úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir

Dyraverðir vilja öruggara starfsumhverfi
Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða.

Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi
Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun.

Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna
Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum.

Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld.

Enn í haldi eftir árás á dyravörð
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst