Massabreyting Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Kílógrammið, grunneining alþjóðlega einingakerfisins fyrir massa, var endurskilgreint á föstudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin, sem tekin var með atkvæðagreiðslu fulltrúa 60 ríkja í fundarsal skammt frá Versalahöll í París, var söguleg. Hún var jafnframt löngu tímabær, þó mun hún ekki hafa nokkur áhrif á daglegt líf okkar, það er, ef allt fer að óskum. Frá árinu 1889 hefur Le Grand K drottnað sem síðasta grunneining kerfisins sem byggir á jarðbundnum hlut eða fyrirbæri, og þá í formi platínu og iridíum sívalnings sem hýstur er í rammgerðri hvelfingu í París. Le Grand K hefur nú verið steypt af stóli. Kílógrammið, líkt og aðrar grunneiningar alþjóðlega einingakerfisins, byggir nú á eilífum náttúrufasta; plankfastanum. Orka ljóseindar er jöfn plankfastanum margfölduðum með tíðni rafsegulgeislunarinnar sem tengd er ljóseindinni. Og þar sem Einstein sýndi fram á að orka og massi eru nátengd, þá er hægt að nota fastann sem skilgreiningu fyrir kílógramm. Með endurskilgreiningunni lauk tæplega 230 ára verkefni sem hófst í frönsku byltingunni og þeirri göfugu hugsjón að mælieiningar ættu að vera eilífar og eign allra, en ekki eitthvað sem örfáir útvaldir hafa aðgang að. Það sem gerðist á föstudaginn var lokahnykkur í lýðræðisþróun einingakerfisins. Breytingin tekur gildi á næsta ári, þann 20. maí. Á þeim tímapunkti mun ekkert breytast, rétt eins og þegar metrinn var endurskilgreindur á áttunda áratug síðustu aldar út frá hraða ljóssins í lofttæmi. Svo nákvæmar skilgreiningar geta þó haft óvæntar afleiðingar, eins og þegar endurskilgreining sekúndunnar út frá sveiflum sesíum-atóms leiddi til þróunar GPS-tækninnar sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Endurskilgreining kílógrammsins mun að líkindum leiða til töluverðra framfara á nokkrum mikilvægum sviðum, eins og í lyfjaframleiðslu og í smíði nýrra vísindatóla. Það sem mestu skiptir er að alþjóðlega einingakerfið — áður þekkt sem metrakerfið — grundvallast ekki lengur á skoðun vísindamanna eða yfirvalda á tilteknum tíma, rúmi eða á platínuhlunki í neðanjarðarhvelfingu í París, heldur er kerfið byggt á óumdeilanlegum sannleika sem mun standa óhaggaður svo lengi sem alheimurinn er til staðar. Kerfið er nú loks „fyrir alla menn, á öllum tímum“, eins og franski heimspekingurinn Marquis de Condorcet sagði eitt sinn. Kílógrammið, og allar aðrar grunneiningar einingakerfisins, eru þannig vitnisburður um að til eru náttúrulegir fastar og afleiður af þeim sem óháðir eru duttlungum, hagsmunum og pólitík mannskepnunnar. Það verður að teljast hughreystandi vitneskja á tímum þar sem flest virðist háð flæðandi tíðaranda og viðhorfi; hliðarsannleika og jafnvel lygum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kílógrammið, grunneining alþjóðlega einingakerfisins fyrir massa, var endurskilgreint á föstudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin, sem tekin var með atkvæðagreiðslu fulltrúa 60 ríkja í fundarsal skammt frá Versalahöll í París, var söguleg. Hún var jafnframt löngu tímabær, þó mun hún ekki hafa nokkur áhrif á daglegt líf okkar, það er, ef allt fer að óskum. Frá árinu 1889 hefur Le Grand K drottnað sem síðasta grunneining kerfisins sem byggir á jarðbundnum hlut eða fyrirbæri, og þá í formi platínu og iridíum sívalnings sem hýstur er í rammgerðri hvelfingu í París. Le Grand K hefur nú verið steypt af stóli. Kílógrammið, líkt og aðrar grunneiningar alþjóðlega einingakerfisins, byggir nú á eilífum náttúrufasta; plankfastanum. Orka ljóseindar er jöfn plankfastanum margfölduðum með tíðni rafsegulgeislunarinnar sem tengd er ljóseindinni. Og þar sem Einstein sýndi fram á að orka og massi eru nátengd, þá er hægt að nota fastann sem skilgreiningu fyrir kílógramm. Með endurskilgreiningunni lauk tæplega 230 ára verkefni sem hófst í frönsku byltingunni og þeirri göfugu hugsjón að mælieiningar ættu að vera eilífar og eign allra, en ekki eitthvað sem örfáir útvaldir hafa aðgang að. Það sem gerðist á föstudaginn var lokahnykkur í lýðræðisþróun einingakerfisins. Breytingin tekur gildi á næsta ári, þann 20. maí. Á þeim tímapunkti mun ekkert breytast, rétt eins og þegar metrinn var endurskilgreindur á áttunda áratug síðustu aldar út frá hraða ljóssins í lofttæmi. Svo nákvæmar skilgreiningar geta þó haft óvæntar afleiðingar, eins og þegar endurskilgreining sekúndunnar út frá sveiflum sesíum-atóms leiddi til þróunar GPS-tækninnar sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Endurskilgreining kílógrammsins mun að líkindum leiða til töluverðra framfara á nokkrum mikilvægum sviðum, eins og í lyfjaframleiðslu og í smíði nýrra vísindatóla. Það sem mestu skiptir er að alþjóðlega einingakerfið — áður þekkt sem metrakerfið — grundvallast ekki lengur á skoðun vísindamanna eða yfirvalda á tilteknum tíma, rúmi eða á platínuhlunki í neðanjarðarhvelfingu í París, heldur er kerfið byggt á óumdeilanlegum sannleika sem mun standa óhaggaður svo lengi sem alheimurinn er til staðar. Kerfið er nú loks „fyrir alla menn, á öllum tímum“, eins og franski heimspekingurinn Marquis de Condorcet sagði eitt sinn. Kílógrammið, og allar aðrar grunneiningar einingakerfisins, eru þannig vitnisburður um að til eru náttúrulegir fastar og afleiður af þeim sem óháðir eru duttlungum, hagsmunum og pólitík mannskepnunnar. Það verður að teljast hughreystandi vitneskja á tímum þar sem flest virðist háð flæðandi tíðaranda og viðhorfi; hliðarsannleika og jafnvel lygum.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar