Eldur kom upp í sumarbústað Í Miðhúsaskógi skömmu eftir miðnætti og voru slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Laugarvatni sendir á vettvang.
Eldurinn reyndist staðbundinn í húsinu og voru engir í hættu þegar slökkvilið og sjúkraflutningamenn komu að.
Ekki var hætta á að eldur dreifði sér um húsið en mikill reykur fór um allan bústaðinn og voru reykkafarar fengnir til aðstoðar.
Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Eldur kom upp í sumarbústað nærri Laugarvatni
Jóhann K. Jóhannsson skrifar
