Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 10:52 Stuðningsmaður aðildar að ESB mótmælir fyrir utan breska þinghúsið í London. Vísir/EPA Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15
Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30
Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51