Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2018 13:01 Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins. fréttablaðið/gva Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins og Torg ehf., dótturfélag 365 miðla, er útgáfufélag Fréttablaðsins. „Um er að ræða stærstu dagblöð landsins. Póstmiðstöðin er félag sem starfar á sviði dreifingar, m.a. dagblaða og fjölpósts. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. Landsprent ehf. er dótturfélag Árvakurs og hefur m.a. sinnt dreifingu Morgunblaðsins og annarra miðla. Með samrunanum hyggjast samrunaaðilar sameina dreifikerfi sín fyrir dagblöð, tímarit og fjölpóst undir fyrirtækinu Póstmiðstöðinni sem þeir hyggjast reka sem dótturfélag,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. Með þeim skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og Árvakur og 365 miðlar hafa gert sátt um skuldbinda félögin sig til aðgerða til að bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til. Samkvæmt tilkynningu Samkeppniseftirlitsins er meginefni sáttarinnar eftirfarandi:„1. Aðgangur og jafnræði: Póstmiðstöðinni verður óheimilt að útiloka aðila sem eru ótengdir samrunaaðilum frá viðskiptum vegna dreifingar á blöðum og prentefni. Skal Póstmiðstöðin verða við beiðni aðila um þjónustu nema málefnalegar ástæður mæli gegn því.Póstmiðstöðin skal jafnframt gæta jafnræðis í verðlagningu og gæðum þjónustunnar gagnvart viðskiptavinum sínum.2. Almenn verðskrá: Póstmiðstöðin skal setja sér almenna verðskrá vegna dreifingar á blöðum og prentefni. Verðskráin skal gilda í viðskiptum Póstmiðstöðvarinnar við viðskiptamenn, þ. á m. Árvakur og 365 miðla.3. Aukin eftirspurn: Í fjórðu grein sáttarinnar segir að Póstmiðstöðin skuli leitast við að verða við ósk nýs aðila um þjónustu jafnvel þó viðskiptin kalli á verulegar breytingar, m.a. fjárfestingar, breytingar á núverandi dreifikerfi eða verulega aukningu starfsmanna. 4. Bann við samtvinnun þjónustu: Póstmiðstöðinni og eigendum hennar er óheimilt að gera það að skilyrði að viðskiptamenn Póstmiðstöðvarinnar kaupi jafnframt aðra þjónustu frá eigendum, s.s. prentþjónustu.5. Sjálfstæði stjórnenda og vernd trúnaðarupplýsinga: Framkvæmdastjóri og lykilstarfsmenn Póstmiðstöðvarinnar skulu vera sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart Árvakri og 365 miðlum.Jafnframt er í sáttinni kveðið á um aðgerðir til að vernda viðkvæmar viðskiptaupplýsingar viðskiptamanna Póstmiðstöðvarinnar.“ Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið skoðar kaup á Póstmiðstöðinni Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar kaup Árvakurs hf, og 365 miðla á Póstmiðstöðinni ehf. 15. október 2018 17:42 Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina Kaupverðið er ekki gefið upp en samningurinn er háður samþykki Samkeppniseftirlits. 13. júlí 2018 15:14 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins og Torg ehf., dótturfélag 365 miðla, er útgáfufélag Fréttablaðsins. „Um er að ræða stærstu dagblöð landsins. Póstmiðstöðin er félag sem starfar á sviði dreifingar, m.a. dagblaða og fjölpósts. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. Landsprent ehf. er dótturfélag Árvakurs og hefur m.a. sinnt dreifingu Morgunblaðsins og annarra miðla. Með samrunanum hyggjast samrunaaðilar sameina dreifikerfi sín fyrir dagblöð, tímarit og fjölpóst undir fyrirtækinu Póstmiðstöðinni sem þeir hyggjast reka sem dótturfélag,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. Með þeim skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og Árvakur og 365 miðlar hafa gert sátt um skuldbinda félögin sig til aðgerða til að bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til. Samkvæmt tilkynningu Samkeppniseftirlitsins er meginefni sáttarinnar eftirfarandi:„1. Aðgangur og jafnræði: Póstmiðstöðinni verður óheimilt að útiloka aðila sem eru ótengdir samrunaaðilum frá viðskiptum vegna dreifingar á blöðum og prentefni. Skal Póstmiðstöðin verða við beiðni aðila um þjónustu nema málefnalegar ástæður mæli gegn því.Póstmiðstöðin skal jafnframt gæta jafnræðis í verðlagningu og gæðum þjónustunnar gagnvart viðskiptavinum sínum.2. Almenn verðskrá: Póstmiðstöðin skal setja sér almenna verðskrá vegna dreifingar á blöðum og prentefni. Verðskráin skal gilda í viðskiptum Póstmiðstöðvarinnar við viðskiptamenn, þ. á m. Árvakur og 365 miðla.3. Aukin eftirspurn: Í fjórðu grein sáttarinnar segir að Póstmiðstöðin skuli leitast við að verða við ósk nýs aðila um þjónustu jafnvel þó viðskiptin kalli á verulegar breytingar, m.a. fjárfestingar, breytingar á núverandi dreifikerfi eða verulega aukningu starfsmanna. 4. Bann við samtvinnun þjónustu: Póstmiðstöðinni og eigendum hennar er óheimilt að gera það að skilyrði að viðskiptamenn Póstmiðstöðvarinnar kaupi jafnframt aðra þjónustu frá eigendum, s.s. prentþjónustu.5. Sjálfstæði stjórnenda og vernd trúnaðarupplýsinga: Framkvæmdastjóri og lykilstarfsmenn Póstmiðstöðvarinnar skulu vera sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart Árvakri og 365 miðlum.Jafnframt er í sáttinni kveðið á um aðgerðir til að vernda viðkvæmar viðskiptaupplýsingar viðskiptamanna Póstmiðstöðvarinnar.“
Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið skoðar kaup á Póstmiðstöðinni Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar kaup Árvakurs hf, og 365 miðla á Póstmiðstöðinni ehf. 15. október 2018 17:42 Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina Kaupverðið er ekki gefið upp en samningurinn er háður samþykki Samkeppniseftirlits. 13. júlí 2018 15:14 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Samkeppniseftirlitið skoðar kaup á Póstmiðstöðinni Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar kaup Árvakurs hf, og 365 miðla á Póstmiðstöðinni ehf. 15. október 2018 17:42
Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina Kaupverðið er ekki gefið upp en samningurinn er háður samþykki Samkeppniseftirlits. 13. júlí 2018 15:14