Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. desember 2018 06:15 Frá Katowice í gær. Getty/The Asahi Shimbun Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira