Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. desember 2018 13:19 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sprengisandur Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Sprengisandur Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira