Parísarsamkomulagið er lagalega bindandi samkomulag sem felur í sér að þær 195 þjóðir sem skrifuðu undir tryggi það að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2° en jafnframt verði reynt að halda hlýnuninni við 1,5°.
Vísindamenn segja að útblástur gróðurhúsalofttegunda eins og koldíoxíðs verði að minnka hratt fyrir árið 2030 til að koma í veg fyrir stórkostlegar hamfarir af völdum loftslagsbreytinga.
Viðræðurnar hafa dregist verulega á langinn vegna deilna um viðskipti með útblástursheimildir.
Pólskir unglingar létu í sér heyra á ráðstefnunni og hvöttu fulltrúa landanna til að ná saman um leiðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
„Það felst mikil ábyrgð í því að setja saman Parísarsamkomulagið. Þetta hefur tekið sinn tíma og við gerðum okkar besta að skilja engan út undan,“ sagði Michai Kurtyka stjórnandi COP23 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
