Bandarískir þingmenn kjósa að afturkalla stuðning við Sáda í Jemen Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 07:30 Bernie Sanders (f.m.) og repúblikaninn Mike Lee (t.h.) voru flutningsmenn tillögunnar sem öldungadeildin samþykkti í gær. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að draga til baka hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Sáda í stríði þeirra í Jemen. Í ályktun sem þingmenn beggja flokka samþykktu kenndu þeir krónprins Sádi-Arabíu um morðið að Jamal Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni. Samþykktin er sögð sögulega því þetta er í fyrsta skipti sem önnur hvor deild Bandaríkjaþings samþykkir að draga bandarískt herlið til baka úr stríðsátökum á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 og takmörkuðu vald forseta til stríðsrekstrar án heimildar þingsins. Með henni hvetur þingið Donald Trump forseta til að draga herliðið til baka fyrir utan hluta þess sem berst gegn íslömskum öfgamönnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 41. Ályktunin er fyrst og fremst sögð táknræn og ólíklegt að hún verði að lögum. Trump hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi sínu og ekki er meirihluti fyrir ályktuninni í neðri deild þingsins eins og stendur þar sem repúblikanar eru með meirihluta þar til í næsta mánuði. Í annarri ályktun samþykktu öldungadeildarþingmennirnir samhljóða að saka Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, um morðið á Khashoggi sem var myrtur í byrjun október. Kröfðust þeir þess að Sádar drægju þá sem stóðu að morðinu til ábyrgðar. Trump forseti og ríkisstjórn hans hafa staðið með Salman þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi ályktað að hann hafi að öllum líkindum skipað fyrir um morðið. „Ef krónprinsinn væri fyrir kviðdómi væri hann sakfelldur á hálftíma að mínu mati,“ sagði Bob Corker, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01 Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að draga til baka hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Sáda í stríði þeirra í Jemen. Í ályktun sem þingmenn beggja flokka samþykktu kenndu þeir krónprins Sádi-Arabíu um morðið að Jamal Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni. Samþykktin er sögð sögulega því þetta er í fyrsta skipti sem önnur hvor deild Bandaríkjaþings samþykkir að draga bandarískt herlið til baka úr stríðsátökum á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 og takmörkuðu vald forseta til stríðsrekstrar án heimildar þingsins. Með henni hvetur þingið Donald Trump forseta til að draga herliðið til baka fyrir utan hluta þess sem berst gegn íslömskum öfgamönnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 41. Ályktunin er fyrst og fremst sögð táknræn og ólíklegt að hún verði að lögum. Trump hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi sínu og ekki er meirihluti fyrir ályktuninni í neðri deild þingsins eins og stendur þar sem repúblikanar eru með meirihluta þar til í næsta mánuði. Í annarri ályktun samþykktu öldungadeildarþingmennirnir samhljóða að saka Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, um morðið á Khashoggi sem var myrtur í byrjun október. Kröfðust þeir þess að Sádar drægju þá sem stóðu að morðinu til ábyrgðar. Trump forseti og ríkisstjórn hans hafa staðið með Salman þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi ályktað að hann hafi að öllum líkindum skipað fyrir um morðið. „Ef krónprinsinn væri fyrir kviðdómi væri hann sakfelldur á hálftíma að mínu mati,“ sagði Bob Corker, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01 Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30
Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05
Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01
Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08