Umboðsmaður Alþingis segir Kópavogsbæ hafa brotið lög Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 14:56 Vísir hefur sagt af sérkennilegri og harðri deilu í Kópavogi, milli bæjaryfirvalda og hjónanna Guðmundar R Einarssonar og Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Umboðsmaður hefur nú úrskurðað hjónunum í vil. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00
Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44