Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2018 09:00 Meðferð blaðamannanna er reglulega mótmælt. Nordicphotos/AFP Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. Fjöldi fólks birti stuðningsyfirlýsingar á netinu og fjölskyldur og vinir blaðamannanna kölluðu eftir því að þeir yrðu leystir úr haldi. BBC greindi frá. Blaðamennirnir tveir voru handteknir í desember fyrir ári og síðar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn lögum um ríkisleyndarmál. Þeir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð á tíu Róhingjum í bænum Inn Dinn í Rakhine-ríki Mjanmars. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um að standa að þjóðarmorði í Rakhine. Blaðamennirnir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu, sagt að lögregla hafi uppdiktað sekt þeirra. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru á meðal þeirra ofsóttu blaðamanna sem Time útnefndi manneskjur ársins. Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ríkisráðgjafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir mál blaðamannanna og vissulega hið meinta þjóðarmorð sömuleiðis. Suu Kyi hefur neitað að náða mennina og varið réttmæti dómsins. Sagt blaðamennina hafa brotið landslög. „Fyrir ári voru Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, handteknir í tálbeituaðgerð lögreglu sem ætlað var að trufla rannsókn þeirra á fjöldamorði í Mjanmar. Sú staðreynd að þeir eru enn í fangelsi fyrir glæp sem þeir frömdu ekki er þess valdandi að stórt spurningarmerki er sett við mjanmarskt lýðræði og tjáningarfrelsi,“ sagði í yfirlýsingu sem Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sendi frá sér. Asía Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. Fjöldi fólks birti stuðningsyfirlýsingar á netinu og fjölskyldur og vinir blaðamannanna kölluðu eftir því að þeir yrðu leystir úr haldi. BBC greindi frá. Blaðamennirnir tveir voru handteknir í desember fyrir ári og síðar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn lögum um ríkisleyndarmál. Þeir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð á tíu Róhingjum í bænum Inn Dinn í Rakhine-ríki Mjanmars. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um að standa að þjóðarmorði í Rakhine. Blaðamennirnir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu, sagt að lögregla hafi uppdiktað sekt þeirra. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru á meðal þeirra ofsóttu blaðamanna sem Time útnefndi manneskjur ársins. Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ríkisráðgjafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir mál blaðamannanna og vissulega hið meinta þjóðarmorð sömuleiðis. Suu Kyi hefur neitað að náða mennina og varið réttmæti dómsins. Sagt blaðamennina hafa brotið landslög. „Fyrir ári voru Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, handteknir í tálbeituaðgerð lögreglu sem ætlað var að trufla rannsókn þeirra á fjöldamorði í Mjanmar. Sú staðreynd að þeir eru enn í fangelsi fyrir glæp sem þeir frömdu ekki er þess valdandi að stórt spurningarmerki er sett við mjanmarskt lýðræði og tjáningarfrelsi,“ sagði í yfirlýsingu sem Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sendi frá sér.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00
Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01