Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 13:08 Jamal Khashoggi var einn þeirra blaðamanna sem myrtir voru á árinu. AP/Virginia Mayo Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir. Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir.
Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35
Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00
Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57